Rétt tré á réttum stað – Síða 2

Mynd: Borgþór Magnússon

< Síða 1 | Síða 2 | Testsíða >
<Sjá undir Limgerði og skjólrækt dæmi um síðu með viðbótarupplýsingum>

Rétt tré á réttum stað

<SB: Fyrirstögn samkvæmt fundargerð og drög að plakati>

Ræktun trjáa hefur aukist mikið hin síðari ár. Hún getur hjálpað til við að binda kolefni en er ekki eina lausnin á loftslagsbreytingum. Trjárækt getur ef rétt er á málum haldið gagnast villtum lífverum. Náttúrleg endurnýjun birkiskóga, landgræðsla, friðun lands og hófleg beitarnýting getur einnig dregið úr kolefnislosun og aukið bindingu. Ef plöntun trjáa er valin skiptir staðarval sköpum; núverandi búsvæði eru lífsnauðsynleg mörgum villtum lífverum og geyma nú þegar kolefni. Gróðursetning trjáa í mikilvæg búsvæði eins og í tegundaríkt graslendi, mólendi eða í votlendi er skaðlegt fyrir margar villtar lífverur, sem veldur fækkun plöntutegunda, skordýra og margra annarra lífvera

Skógrækt getur haft margvísleg neikvæð áhrif á fornleifar og búsetulandslag. Rætur trjáa eyðileggja mannvistarlög og skógar skyggja á og hylja bæði minjar og hafa áhrif á sögulegt samhengi. Lögum samkvæmt er 15 m friðhelgað svæði kringum friðaðar fornleifar og 100 m kringum friðlýstar fornleifar. Forðast ber að raska minjaheildum með skógrækt

Birkiskógar eru sögulega mikilvægir og skapa búsvæði fyrir margar villtar lífverur. Þeir hafa að geyma erfðaefni frá fyrri tíð og hýsa oft sjaldgæfar tegundir. Náttúrleg endurnýjun er æskileg og að jafnaði heppilegri en gróðursetning. Varðveisla skóglendisrjóðra er lykilatriði til að laða að og fjölga villtum lífverum.

Tún, akrar og annað ræktunarland. Þar sem plöntun trjáa er ekki valkostur geta breytingar á meðferð lands hjálpað til við að draga úr kolefnislosun, t.d. með góðri meðferð jarðvegs, heppilegum fræblöndum eða skiptum yfir í varanlegt beitiland.

Votlendi eins og engi, dý, dýjavætlur, mýrar og flóar eru mikilvæg fyrir margar villtar lífverur. Þurrkun jarðvegs með framræslu eða gróðursetningu trjáa veldur miklum breytingum sem orsakar rýrnun á líffræðilegri fjölbreytni

Ýmis svæði og staðir eru friðlýstir samkvæmt lögum. Þar eru inngrip í náttúruna, eins og  skógrækt í flestum tilfellum óheimil. Dæmi þjóðgarðar og svæði er njóta sérstakrar verndar.

Í mólendi eru gríðarlega mikilvæg búsvæði fyrir margar tegundir lífvera, einkum fugla. Mólendi er tegundaríkast allra vistlenda hér á landi hvað varðar æðplöntur, mosa og fléttur. Jarðvegur mólendis geymir auk þess að jafnaði verulegt magn kolefnis. Trén skyggja út margar tegundir og gerbreyta þannig gróðurfari og líffræðilegri fjölbreytni.

Endurheimt birkiskóga er góður kostur þegar græða skal upp skóglaus svæði. Líkt og með aðrar gerðir skóga fylgja því kostir og gallar. Birki myndar skjól, eykur stöðugleika jarðvegs og bindur kolefni í nokkrum mæli. Birki er frumherji, sem getur breiðst hratt út séu skilyrði fyrir hendi. Við endurheimt birkiskóga má planta því og sá, einnig má beitarfriða land í nágrenni birkiskóga. Forðast ber að sá eða gróðursetja birki nálægt búsvæðum þar sem því er ekki ætlað að vera.

Graslendi er mikilvægt fyrir margar villtar jurtir, sveppi og skordýr. Það er miðlungi tegundaríkt hvað varðar æðplöntur, mosa og fléttur en geymir verulegt magn kolefnis. Trjárækt skyggir út núverandi tegundir sem breytir líffræðilegri fjölbreytni.

Þegar plantað er í limgerði/skjólbelti er mikilvægt trén byrgi ekki sýn eða hylji verðmæta staði svo sem sérstæð náttúrufyrirbæri/náttúruminjar eða fornminjar. Ekki heldur að þau spilli sýn að og frá bændabýlum, hafi neikvæð áhrif umferðaröryggi eða valdi snjósöfnun við vegi.

Viðbótarupplýsingar

Staðsetningu þarf að vanda alveg sérstaklega því hér eru nánast eingöngu notaðar framandi tegundir. Yfirleitt er betra að taka fyrir stærri samfelld svæði en marga litla bletti. Fella þarf skóga að landslagi. Stuðla að fjölbreytileika dýra og plantna, m.a. með því að forðast einræktun, að forma bylgjaða skógarjaðra og að viðhalda opnum svæðum í stærri skóglendisblokkum. Tryggja þarf samfellda umhirðu og viðhald gróðursettra trjáa. Jarðvinnslu og efnanotkun verði haldið í lágmarki. Mikilvægt er að skógræktin spilli ekki verðmætu lífríki í nágrenni skógræktarsvæða, t.d. með því að fella sjálfsáð tré í nágrenni þeirra.

Gróðursetning trjáa á opnum svæðum í borgum og bæjum, við sveitabýli eða í frístundabyggð til skjóls og prýði, getur einnig verið til hagsbóta fyrir sumar tegundir villtra lífvera en kann að spilla búsvæðum annarra. Mikilvægt er að staðsetja tré þannig að útsýni spillist sem minnst og ekki skapist mikil eldhætta af trjánum. Í frístundabyggð ætti ekki að nota framandi ágengar tegundir sem geta dreifst út í náttúrlegt umhverfi byggðarinnar.