< Síða 1 | Síða 2 | Testsíða >
<Þessi síða er tilraun til þess að umstokka efnið þannig að öll box séu á einni síðu. Þetta er kópía af síða 1 með boxum og texta frá síðu 2 kópíerað inn þar sem þau passa>
Yfirgrípandi ráðlegginar
<SB: Mér finnst boxið hér að þetta í raun og ekki verta box eins og hin boxin heldur frekar texti sem mætti hafa sem venjulegan texta. Að ræða nánar!>
Þegar velja á land til skógræktar er grunnatriði að undanskilja land þar sem a) jarðvegur er kolefnisríkur og b) þar sem tegundaauðgi plantna og dýra er mikil.
Kolefnisskógrækt sem nú er mikil ásókn í skilar að jafnaði minni árangri á landi með kolefnisríkum jarðvegi en á kolefnisrýrum svæðum.
Áður en land er lagt undir skógrækt er því mikilvægt að þekkja magn kolefnis í jarðvegi og kanna fjölda og þéttleika plantna og dýra og ekki gróðursetja á svæðum þar sem tegundafjölbreytni er mikil.
Vistlendi og landgerðir
Allmörg svæði og staðir eru friðlýstir samkvæmt lögum. Almenna reglan er að þar skuli ekki stunda skógrækt af neinu tagi svo sem í þjóðgörðum, í og við náttúruvætti, í friðlöndum og á landslagsverndarsvæðum. Einnig á svæðum sem njóta sérstakrar verndar, í og við tilteknar jarðminjar eins og við eldvörp, eldhraun, gervigíga og hraunhella. Þá njóta fossar, hverir, heitar uppsprettur ásamt lífríki þeirra sérstakrar verndar svo sýn að þeim spillist ekki. Einnig bakkagróður við ár og vötn. Auk þess eru allar fornleifar friðaðar, þ.e. mannvistarleifar 100 ára og eldri. Það geta t.d. verið gömul bæjarstæði, húsarústir, álagablettir og mógrafir. Búsetulandslag er einnig friðað sem og öll hús og mannvirki sem reist eru fyrir 1923. Staði og svæði með sjaldgæfum eða friðlýstum tegundum á einnig að undanskilja frá skógrækt. Óheimilt er að rækta framandi tegundir á hálendi Íslands.
Texti frá síðu 2 (Vernduð og/eða friðlýst svæði)
Ýmis svæði og staðir eru friðlýstir samkvæmt lögum. Þar eru inngrip í náttúruna, eins og skógrækt í flestum tilfellum óheimil. Dæmi þjóðgarðar og svæði er njóta sérstakrar verndar.
Votlendi er mjög verðmætt fyrir margs konar dýralíf, einkum fugla. Votlendi er víða mjög frjósamt og jarðvegur kolefnisríkur. Ræktun trjáa getur skyggt út tegundir, sem rýrir líffræðilega fjölbreytni auk þess sem skógrækt þurrkar land. Votlendi ≥2 ha nýtur sérstakrar verndar og hafa rannsóknir auk þess sýnt að minni votlendisblettir gegna mikilvægu hlutverki fyrir fuglalíf á nærliggjandi svæðum. Skóg ætti alls ekki að rækta hvorki í náttúrlegu eða á framræstu votlendi.
Texti frá síðu 2
Votlendi eins og engi, dý, dýjavætlur, mýrar og flóar eru mikilvæg fyrir margar villtar lífverur. Þurrkun jarðvegs með framræslu eða gróðursetningu trjáa veldur miklum breytingum sem orsakar rýrnun á líffræðilegri fjölbreytni
Vistgerðir strandsvæða eru margar sérstæðar og sumar friðaðar. Á strandsvæðum eru m.a. merkar fuglabyggðir og fjörugraslendi. Skógrækt á þessum svæðum er óæskileg.
Notkun valdra trjátegunda kemur til greina, t.d. við uppgræðslu sjávarsanda.
Birki er eina trjátegundin sem myndaði skóga hér á landi eftir síðasta jökulskeið og náttúrlegir birkiskógar þekja nú mjög lítinn hluta landsins. Samkvæmt náttúruverndarlögum njóta sérstæðir eða vistfræðilega mikilvægir birkiskógar og skógarleifar sérstakrar verndar. Mikilvægt er að endurheimta hnignaða birkiskóga en víða hafa framandi tré verið gróðursett í gamla birkiskóga
Gróðursetning birkis í birkiskóga kemur til greina ef endurnýjun er ónóg.
Texti frá síðu 2
Birkiskógar eru sögulega mikilvægir og skapa búsvæði fyrir margar villtar lífverur. Þeir hafa að geyma erfðaefni frá fyrri tíð og hýsa oft sjaldgæfar tegundir. Náttúrleg endurnýjun er æskileg og að jafnaði heppilegri en gróðursetning. Varðveisla skóglendisrjóðra er lykilatriði til að laða að og fjölga villtum lífverum.
Mólendi hefur um aldir einkennt stór svæði á landinu og þar er víða að finna miklar sögulegar minjar. Mólendi er verðmætt fyrir margar villtar lífverur, einkum fuglategundir sem Ísland ber sérstaka ábyrgð á eins og heiðlóu, lóuþræl, jaðrakan, stelk og spóa. Mólendi er að jafnaði tegundaríkast allra vistlenda hvað varðar æðplöntur, mosa og fléttur og kolefnismagn í jarðvegi er yfirleitt verulegt. Gróðursetning trjáa í mólendi gerbreytir aðstæðum og veldur gríðarlegri röskun á líffræðilegri fjölbreytni, þ.m.t. eyðileggingu búsvæða fugla.
Endurheimt birkiskóga kemur allvíða til greina í mólendi, þá sérstaklega ef gróðurþekja og/eða tegundafjölbreytni er lítil. Sums staðar einnig skógrækt með framandi trjátegundum sem þá þarf sérstakrar aðgæslu við.
Texti frá síðu 2
Í mólendi eru gríðarlega mikilvæg búsvæði fyrir margar tegundir lífvera, einkum fugla. Mólendi er tegundaríkast allra vistlenda hér á landi hvað varðar æðplöntur, mosa og fléttur. Jarðvegur mólendis geymir auk þess að jafnaði verulegt magn kolefnis. Trén skyggja út margar tegundir og gerbreyta þannig gróðurfari og líffræðilegri fjölbreytni.
Skógrækt getur haft margvísleg neikvæð áhrif á fornleifar og búsetulandslag. Rætur trjáa eyðileggja mannvistarlög og skógar skyggja á og hylja bæði minjar og hafa áhrif á sögulegt samhengi. Lögum samkvæmt er 15 m friðhelgað svæði kringum friðaðar fornleifar og 100 m kringum friðlýstar fornleifar. Forðast ber að raska minjaheildum með skógrækt
Tún, akrar og annað ræktunarland. Þar sem plöntun trjáa er ekki valkostur geta breytingar á meðferð lands hjálpað til við að draga úr kolefnislosun, t.d. með góðri meðferð jarðvegs, heppilegum fræblöndum eða skiptum yfir í varanlegt beitiland.
Leitið ráða
Þessi svæði sem mörg eru hálfnáttúrleg eru víða mikilvæg villtum lífverum. Gamalt graslendi og beitilönd skipta t.d. miklu máli fyrir margar tegundir plantna, sveppa og skordýra. Í mörgum vistgerðum þessara svæða er nú þegar mikið af kolefni. Gróðursetning trjáa skyggir út núverandi tegundir, sem veldur rýrnun á líffræðilegri fjölbreytni. Þessi svæði eru sums staðar afar mikilvæg vegna fornleifa og búsetulandslags.
Endurheimt birkiskóga kemur allvíða til greina í gamalgrónu graslendi, þá sérstaklega ef gróðurþekja og/eða tegundafjölbreytni er lítil. Sums staðar einnig skógrækt með framandi trjátegundum sem þá þarf sérstakrar aðgæslu við.
Texti frá síðu 2
Graslendi er mikilvægt fyrir margar villtar jurtir, sveppi og skordýr. Það er miðlungi tegundaríkt hvað varðar æðplöntur, mosa og fléttur en geymir verulegt magn kolefnis. Trjárækt skyggir út núverandi tegundir sem breytir líffræðilegri fjölbreytni.
<SB: Mér finnst ekki passa að hafa Endurheimt birkiskóga og Iðnaðar/kolefnisskógrækt sem undir-box undir þessu boxi eins og á síðu 1>
Gróðursetning trjáa á opnum svæðum í borgum og bæjum, við sveitabýli eða í frístundabyggð til skjóls og prýði, getur einnig verið til hagsbóta fyrir sumar tegundir villtra lífvera en kann að spilla búsvæðum annarra. Mikilvægt er að staðsetja tré þannig að útsýni spillist sem minnst og ekki skapist mikil eldhætta af trjánum. Í frístundabyggð ætti ekki að nota framandi ágengar tegundir sem geta dreifst út í náttúrlegt umhverfi byggðarinnar.
Ekki vistlendi og landgerðir
<SB: Þ.e.a.s það þyrfti einhverja aðra yfirskrift fyrir þessi box finnst mér>
Í stefnumótun stjórnvalda um endurheimt hnignaðra vistkerfa er lögð áhersla á birkiskóga. Ísland hefur auk þess skrifað undir Bonn-áskorunina þar sem gert er ráð fyrir að auka útbreiðslu birkis á næstu árum. Endurheimt birkiskóglendis kemur til greina í margs konar landi. Það má gera með gróðursetningu, sáningu og með því að stuðla að sjálfgræðslu. Endurheimt birkivistkerfisins getur haft í för með sér verndun jarðvegs, vatnsmiðlun, vernd gegn náttúruvá, skjól og að vera búsvæði margra lífverutegunda auk þess sem birkiskógur bindur kolefni. Mikilvægt er þegar endurheimt birkiskóga er skipulögð að tekið sé tillit til mögulegra neikvæðra áhrifa sem kunna að verða þegar birki vex upp ef birkiskógur er ekki þegar á svæðinu. Í þessu sambandi skal sérstaklega huga að mikilvægum fuglasvæðum.
Text frá síðu 2
Endurheimt birkiskóga er góður kostur þegar græða skal upp skóglaus svæði. Líkt og með aðrar gerðir skóga fylgja því kostir og gallar. Birki myndar skjól, eykur stöðugleika jarðvegs og bindur kolefni í nokkrum mæli. Birki er frumherji, sem getur breiðst hratt út séu skilyrði fyrir hendi. Við endurheimt birkiskóga má planta því og sá, einnig má beitarfriða land í nágrenni birkiskóga. Forðast ber að sá eða gróðursetja birki nálægt búsvæðum þar sem því er ekki ætlað að vera.
Skógrækt með framandi tegundum kemur sums staðar til greina. Vegna þeirra miklu breytinga sem slík skógrækt hefur á vistkerfi landsins, líffræðilega fjölbreytni, útsýni, á ásýnd lands o.fl. er afar mikilvægt að fara að með mikilli gát. Um slíka skógrækt gilda nú þegar nokkrar takmarkanir. Óheimilt er að nota framandi tegundir ofan 400 m hæðarlínu og gróður-setning í birkiskóg eða kjarr ætti ekki að eiga sér stað. Val tegunda er mjög mikilvægt til að markmiðum skógræktar-innar verði náð en þau eru oft mismunandi. Fella þarf skógræktina að landslagi. Þá er mjög mikilvægt að nota ekki ágengar tegundir eða tegundir sem eru líklegar til að verða það. Ef hætta er á því verður að gera þá kröfu að skógræktendur sjái til að þess að trén breiðist ekki út fyrir skógræktarsvæðið. Skógrækt með framandi tegundum er háð leyfi sveitarfélaga og getur verið háð lögformlegu mati á umhverfisáhrifum.
Texti frá síðu 2
Staðsetningu þarf að vanda alveg sérstaklega því hér eru nánast eingöngu notaðar framandi tegundir. Yfirleitt er betra að taka fyrir stærri samfelld svæði en marga litla bletti. Fella þarf skóga að landslagi. Stuðla að fjölbreytileika dýra og plantna, m.a. með því að forðast einræktun, að forma bylgjaða skógarjaðra og að viðhalda opnum svæðum í stærri skóglendisblokkum. Tryggja þarf samfellda umhirðu og viðhald gróðursettra trjáa. Jarðvinnslu og efnanotkun verði haldið í lágmarki. Mikilvægt er að skógræktin spilli ekki verðmætu lífríki í nágrenni skógræktarsvæða, t.d. með því að fella sjálfsáð tré í nágrenni þeirra.
Þegar plantað er í limgerði/skjólbelti er mikilvægt trén byrgi ekki sýn eða hylji verðmæta staði svo sem sérstæð náttúrufyrirbæri/náttúruminjar eða fornminjar. Ekki heldur að þau spilli sýn að og frá bændabýlum, hafi neikvæð áhrif umferðaröryggi eða valdi snjósöfnun við vegi.