Aðalfundur VÍN 2023

Mynd: Borgþór Magnússon

Aðalfundur VÍN var haldinn í fjarfundabúnaði 21. febrúar sl. Fundurinn var vel sóttur af stofnfélögum en þeir eru 41 talsins. Ný stjórn var kosin og hana skipa:

Stjórn

 • Formaður: Sveinn Runólfsson
  • Varaformaður: Jón Gunnar Ottósson
  • Gjaldkeri: Hólmfríður Arnardóttir
  • Ritari: Ástrós Eva Ársælsdóttir
  • Meðstjórnandi: Andrés Arnalds

   Varastjórn

   • Hildur Hermóðsdóttir
   • Sigfús Bjarnason
   • Sigurður Hjalti Magnússon
   • Þóra Ellen Þórhallsdóttir

   Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Hjálmar Árnason og Hrefna Sigurjónsdóttir.

   Starfsemi félagsins á sl. ári gekk vonum framar. Þar bar hæst hin formlega stofnun félagsins á sl. hausti og myndun bráðabirgðastjórnar. Fundur með matvælaráðherra í febrúar á sl. ári skilaði án efa góðum árangri í viðbrögðum stjórnvalda gagnvart áhersluatriðum VÍN.

   Nýir félagar voru boðnir velkomnir á aðalfundinum og fólk var hvatt til að kynna félagið sem víðast. Lagðar voru fram til kynningar, breytingar á samþykktum félagsins er miða að því að breyta því í almannaheillafélag. Fundarfólk lýsti yfir mikilli ánægju með vefsíðu félagsins og þann vandaða fréttaflutning er þar ríkir. Hæst ber þar fjöldi greina un náttúruvernd.

   Félagar voru bjartsýnir á starfið 2023. Lögð var fram opin spurning um hvert félagsmenn vildu stefna á árinu. Fram kom að fjöldi greina væri í smíðum og jafnframt að nú væri æskilegt að taka fyrir fleiri hliðar náttúruverndar. Ákveðið var að leggja þessi atriði stefnumótunar fyrir næsta félagsfund til frekari umræðu.

   Tillaga um Persónuverndarstefnu VÍN var lögð fram og samþykkt.