Umsagnir, ályktanir og bréf

Mynd: Borgþór Magnússon

Umsögn VÍN um Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 (virkjunarkostir í vindorku).

Umsögn VÍN umTillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi.

Selfossi 29. apríl 2024

,,VÍN leggst alfarið gegn allri skógrækt, með framandi og/eða innlendum tegundum, innan deiliskipulags Ólafsdals og eftir atvikum í öllum Ólafsdalnum. Að öðrum kosti muni landslag og búsetuminjar sem ætlunin er að vernda spillast verulega. Fella verður niður þann kafla sem lítur að deiliskipulagi svæðisins eða endurskoða hann. VÍN telur jafnframt að öll vernd innan svæðisins, sem snýr að náttúrufari, eigi að miða að því að endurheimta náttúruleg vistkerfi og búsetulandslag, t.d. með beit og/eða beitarfriðun, með vernd menningarlandslags tímabilsins 1880-1907 að leiðarljósi.“

Sjá alla umsögnina hér.

Selfossi 15. apríl 2024

,,Stjórn VÍN telur að Minjastofnun eigi ekki samleið með Náttúruverndarstofnun og því beri að draga frumvarpið til baka og vinna nýtt frumvarp um Náttúruverndarstofnun.“

Sjá alla umsögnina hér.
Allar umsagnir

Þann 20. mars ítrekaði VÍN beiðni til Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (frá 1. júlí 2023) um upplýsingar frá ráðuneytinu um framkvæmd ákvæða náttúruverndarlaga um innflutning og dreifingu framandi lífvera.  

Í bréfinu hvetur VÍN ráðuneytið til að fara að vinna að raunverulegri vernd líffræðilegrar fjölbreytni í landinu í samræmi við lög um náttúruvernd og þá alþjóðasamninga um lífríkisvernd sem Ísland hefur undirgengist. Félagið ítrekar að ekki sé nægilegt að nota jákvæð hugtök án aðgerða í boðuðum áætlunum né að nota kolefnisbindingu og kolefnisjöfnun til að réttlæta notkun ágengra tegunda í skógrækt.

Sjá bæði bréfin hér.

Selfossi 19. febrúar 2024

Fyrir okkur öll sem unnum náttúru og gæðum landsins er það mikið fagnaðarefni að þessi drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu skuli nú vera komin aftur til kynningar í samráðsgátt, fimm árum frá eftir að lögin um landgræðslu voru samþykkt á Alþingi.

Allt frá því fyrst voru sett lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands árið 1907 hefur aldrei verið sett reglugerð um gildandi lög um landgræðslu.

Sjá alla umsögnina hér.
Allar umsagnir

Selfossi 15. desember 2023

VÍN vill benda á að tillagan að landsskipulagsstefnu eins og hún er kynnt þarfnast mikillar ritstýringar bæði til einföldunar og til að auka á skýrleika innihaldsins. Hér verður hins vegar fyrst og fremst komið með ýmsar ábendingar sem varða innihald tillögunnar.

Samkvæmt 10 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á landsskipulagsstefna að samþætta áætlanir opinberra aðila um samgöngur, byggðamál, náttúruvernd, orkunýtingu og aðra málaflokka sem varða landnotkun og nýtingu og vernd auðlinda haf- og strandsvæða. Stefnan skal útfærð með tilliti til skipulags landnotkunar og haf- og strandsvæða með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Í landsskipulagsstefnu eru sett fram níu lykilviðfangsefni en þar af eru tvö sem fjalla ber um skv. fyrrgreindum lögum, það er miðhálendið og haf-og strandsvæði. Hins vegar er ekki tilgreint hvaða áætlanir er verið að samþætta né á hvaða forsendum. Vikið er að ýmsum áætlunum í kafla um aðgerðaáætlun en samþættingarkafli tillögunnar er því miður ófullkominn, sjá síðar.

Sjá alla umsögnina hér.
Allar umsagnir

Selfoss 5. desember 2023

Félagið Vinir íslenskrar náttúru (VÍN) er samtök vísinda- og fræðafólks, náttúruverndarfólks og fulltrúa helstu náttúruverndarsamtaka landsins. Tilgangur félagsins er að alla um náttúruverndarmál líðandi stundar. Það leggur áherslu á náttúruvernd, vernd líffræðilegrar fjölbreytni, landslags og náttúruauðlinda í samræmi við íslenska löggjöf og þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Íslendingar hafa skrifað undir.

Sjá allt bréfið hér.

Selfossi 30. nóvember 2023

Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu þá er það hluti af nýlegum hugmyndum um sameiningar stofnana ríkisins. Sú sameining sem hér er lögð fram hefur nokkuð breyst frá fyrstu tillögum um stóra Náttúruvísindastofnun og verður það ekki rakið frekar hér. Þó má leggja áherslu á að hugmyndir um sameiningar stofnana á almennt að skoða þvert á ráðuneyti og þá fyrst og fremst með það í huga að auka gæði og skilvirkni þeirra stofnana sem á að sameina. Stórar stofnanir eru engin trygging fyrir gæðum, skilvirkni eða fjárhagslegri hagræðingu ef innri starfsemi þeirra er ósamrýmanleg. Frumvarpið sem hér liggur fyrir er eingöngu um sameingu Náttúrufræðistofnunar Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn.

Sjá umsögnina hér.

Frumvarp til laga um Náttúrufræðistofnun
Allar umsagnir

Selfossi 23. nóvember 2023

VÍN tekur undir margt af því sem kemur fram í þingsályktunartillögunni og styður, t.d. eindregið endurheimt náttúrlegra vistkerfa, þ.m.t. endurheimt jarðvegs, birkiskóga og votlendis. VÍN leggur hins vegar sérstaka áherslu á að hvert það verkefni sem snýr að kolefnisbindingu sé ekki í andstöðu við vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Virðingarleysi fyrir íslensku lífríki og náttúru, t.d. með skógrækt í stórum stíl með framandi tegundum, sem sumar eru ágengar, er að verða stórvandamál sem mun aukast á næstu áratugum. Nú þegar er verið að eyðileggja náttúrleg og fullgróin vistkerfi í stórum stíl, svo sem mólendi og votlendi, í nafni kolefnisbindingar.

Sjá umsögnina hér.

Tillaga til þingsályktunar um þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt
Allar umsagnir

Selfossi 1. júlí 2023

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
B.t. Guðlaugs Þór þórðarsonar ráðherra

Félagið Vinir íslenskrar náttúru (VÍN) er að skoða framkvæmd laga nr. 60/2013 um náttúrvernd, sérstaklega framkvæmdina er varðar XI kafla laganna um innflutning og dreifingu lifandi framandi lífvera. Þar virðist vera pottur brotinn.

Í 63. gr. laganna kemur skýrt fram í 1. mgr. að óheimilt sé að flytja inn eða dreifa lifandi framandi tegundum nema með leyfi og að með umsókn um slíkt leyfi skuli m.a. fylgja “áhættumat”. Í 2. mgr. er undanþága sem nær til tegunda sem þá voru notaðar hér á landi, m.a. í landgræðslu og skógrækt. Þessi undanþága er þó bundin við „innflutning“ tegundanna, en nær ekki til dreifingarinnar, sbr.
orðalag greinarinnar. Dreifing margra tegunda virðist þó vera í fullum gangi án leyfa, sbr. t.d. alaskalúpínu.

Sjá allt bréfið hér.

Selfossi 6. júní 2023

Vísað er til viðtals við Þröst Eysteinsson, skógræktarstjóra, á vísir.is 23. janúar 2023 þar sem hann boðar „nýja útfluttningsgrein“ með skógrækt erlendra aðila á Íslandi.

Sjá allt bréfið hér (PDF skjal)

Sjá svar Þrastar Eysteinssonar, skógræktarstjóra, hér (PDF skjal)

Selfossi 23. maí 2023

Félagið Vinir íslenskrar náttúru (VÍN) er samtök vísinda- og fræðafólks, náttúruverndarfólks og fulltrúa helstu náttúruverndarsamtaka landsins.

Í Morgunblaðinu 29. mars sl. var sagt frá samstarfsverkefni skógræktarfólks í Dalabyggð sem snýst um að rækta aspir og selja þær til skógræktarfólks eða planta þeim í eigin skógrækt. Verkefnið fékk styrk úr uppbyggingarsjóði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Í fréttinni kom fram að fyrirhugað væri að gróðursetja aspirnar við hringveginn sem er aðalvegurinn í sveitarfélaginu. VÍN varar við þessari fyrirhuguðu framkvæmd og hvetur sveitarstjórnina til að beita skipulagsheimildum sínum til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif framkvæmdarinnar. Ræktun stórvaxinna aspa meðfram vegum byrgir útsýni sem er dýrmætt, sérstaklega ferðafólki, í þessu tilviki er spurning um sýn yfir Breiðafjörð og inn dalina.

Enn fremur varar VÍN við fyrirhugaðri skógrækt Minjaverndar í Ólafsdal. Skógrækt í dalnum, sama hvað trjátegundir verða notaðar, hún hlýtur þegar fram líða stundir að ógna þessum einstöku menningarminjum og því hefðbundna búsetulandslagi sem er aðall staðarins.

Sjá allt bréfið hér (PDF skjal)

Selfossi 9. maí 2023

Vinir íslenskrar náttúru (VÍN) sem eru samtök vísinda- og fræðafólks, náttúruverndarfólks og fulltrúa helstu náttúruverndarsamtaka landsins hafa kynnt sér áform um minjavernd í Ólafsdal í Dalabyggð.
Dalurinn, sem er sérstæð heild, afmarkast á þrjá vegu af 400–500 m háum fjöllum en opnast til norðurs út í Gilsfjörð. Í dalnum eru miklar og sérstæðar minjar frá tíma Bændaskólans í Ólafsdal, sem starfræktur var frá 1880 til 1907, en einnig frá landnámsöld því innarlega í dalnum er skáli sem nýlega hefur verið rannsakaður. Fleiri minjar er þar einnig að finna.

Sjá alla ályktunina hér (PDF skjal)

Selfossi 4. maí 2023

Vinum íslenskrar náttúru bárust nýlega upplýsingar um að hafnar væru framkvæmdir á vegum Minjaverndar, félags í eigu ríkisins (38,27%), Reykjavíkurborgar (38,27%) og Minja, sjálfseignarstofnunar (23,46%), til að undirbúa skógrækt í Ólafsdal í Dölum. Verkefnið er langt komið, búið að girða af land, breyta deiliskipulagi og fá vilyrði fyrir framkvæmdaleyfi. Þetta hefur gerst þrátt fyrir harðorð mótmæli Ólafsdalsfélagsins, Fornleifastofnunar Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Minjastofnunar Íslands, sem öll hafa varað við óafturkræfum verulegum neikvæðum áhrifum á menningarminjar, sögu og ásýnd svæðisins. Hvatinn að þessu skógræktarverkefni er mjög óskýr og óskiljanlegur, sérstaklega í ljósi þess hversu alvarlegar afleiðingarnar verða að mati þeirra sem vilja varðveita Ólafsdal með náttúru staðarins, menningarminjar og sögu að leiðarljósi (sjá umsagnir fyrrnefndra aðila). VÍN er sammála þessum samtökum sem hafa varað við þessum framkvæmdum og mótmælt þeim og skilur ekki afstöðu Skipulagsstofnunar til málsins.

Sjá allt bréfið hér (PDF skjal)

Selfossi 26. apríl 2023

Eins og ykkur er kunnugt um hefur staðgengill skógræktarstjóra iðkað um áratuga skeið hatrammar ófaglegar ásakanir á hendur núverandi forsvarsmanna VÍN, Svein Runólfsson, Andrés Arnalds og Jón Gunnar Ottósson.

Sjá allt bréfið hér (PDF skjal)

Selfossi 14. apríl 2023

Vísað er til bréfs frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til Jóns Gunnars Ottóssonar varaformanns náttúruverndarfélagsins VÍN þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um Land og skóg, 858. mál.

Drög að framangreindu frumvarpi voru áður til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og veitti VÍN umsögn um drögin, sjá meðfylgjandi bréf dags. 31. janúar 2023.

VÍN fagnar framkomnu frumvarpi um sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar og mælir eindregið með samþykkt þess. VÍN vill þó koma eftirfarandi ábendingum á framfæri, sem miða að því að styrkja frumvarpið.

Sjá alla umsögnina hér (PDF skjal)

Selfossi 14. apríl 2023

Á undanförnum misserum hafa verið sett fram stórtæk áform um að auka skógrækt hér á landi. Þessum áformum er það yfirleitt sameiginlegt að þau eru sett fram sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Fyrir liggur jafnvel áhugi og vilji erlendra aðila til að hefja stórfellda skógrækt hérlendis í þeim tilgangi. Með nútíma vélvæðingu við jarðvinnslu og plöntun er víða hægt að ná miklum afköstum í skógrækt. Með skógrækt er hægt að byggja upp kvóta sem verður
söluvara sem samsvarar því kolefni sem binst við ræktun skógarins. Fyrirtæki með neikvætt kolefnisspor virðast því geta keypt sér nokkurs konar aflátsbréf frá þeim aðilum sem hafa jákæða stöðu í því uppgjöri. Því er að mörgu að hyggja i þessum efnum fyrir sveitarstjórnir sem fara með skipulagsvald hver á sínu svæði.

Því verður ekki á móti mælt að skógrækt hefur margþáttuð áhrif á umhverfið. Vafalaust sýnist sitt hverjum hvort þau áhrif séu jákvæð eða neikvæð. Mikilvægt er að átta sig á að ræktun skóga …..

Sjá allt bréfið hér (PDF skjal)

Selfossi 13. apríl 2023

Félagið Vinir íslenskrar náttúru (VÍN) er samtök vísinda- og fræðafólks, náttúruverndarfólks og fulltrúa helstu náttúruverndarsamtaka landsins (sbr. meðfylgjandi skrá yfir stofnfélaga). Félagið var formlega stofnað á sl. ári en hópurinn hefur starfað saman lengur. Hlekkur á vef félagsins er: https://natturuvinir.is/ Tilgangur félagsins er að fjalla um náttúruverndarmál líðandi stundar. Ísland er virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi um náttúruvernd, vernd líffræðilegrar fjölbreytni, landslags og náttúruauðlinda. Skyldur þjóðarinnar á þessu sviði eru margvíslegar, sem endurspeglast í íslenskri löggjöf. Starfsemi VÍN tekur mið af þessum alþjóðlegu skuldbindingum og íslenskri löggjöf um náttúruverndarmál í umfjöllun sinni. VÍN leggur áherslu á að veita aðgang að faglegu og vönduðu efni sem byggt er á vísindalegum grunni og kynna þau náttúruverndarmál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Sjá allt bréfið hér (PDF skjal)

Selfossi 31 janúar 2023

Vísað er til máls. nr. 8/2023 í samráðsgátt stjórnvalda um drög að frumvarpi til laga um Land og skóg. Með frumvarpinu er mælt fyrir um sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í nýrri stofnun undir heitinu Land og skógar.

Eftirfarandi umsögn er gerð í nafni nýstofnaðs félags um náttúruvernd ,,Vinir íslenskrar náttúru“ hér eftir VÍN, sjá nánar www.natturuvinir.is .

Sjá alla umsögnina hér (Samráðsgátt stjórnvalda)

Festa (Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni) hélt deiglufund þann 25. október um efnið Kolefnisjöfnun, hvernig jöfnum við og vottum? Í aðdraganda fundarins skrifuðu nokkrir af stofnfélögum VÍN bréf til Festa þar sem bent er á ýmsar skuggahliðar kolefnisjöfnunar með skógrækt.

Sjá bréfið hér.