Persónuvernarstefna VÍN

Mynd: Borgþór Magnússon

VÍN virðir friðhelgi einkalífs og tekur verndun persónuupplýsinga þinna alvarlega. Vefsvæði VÍN notar ekki vefkökur og þú getur skoðað og notað vefsvæðið án þess að gefa upp nokkrar persónuupplýsingar.

Ef þú gefur okkur persónuupplýsingar, till dæmis með því að fylla út eyðublöð á vefsvæðinu, getur þú verið viss um að við munum ekki selja, leigja eða deila þeim með neinum öðrum.

Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga

Persónuupplýsingar eru gögn sem nota má til að bera kennsl á og/eða hafa samband við tiltekinn einstakling. VÍN safnar persónuupplýsingum á vefsvæði VÍN einungi frá þeim sem skrá sig sem félagi og til að fá upplýsingar frá VÍN. VÍN mun einungis nota upplýsingarnar sem þú gefur í þeim tilgangi sem þú hefur óskað eftir.

Persónuupplýsingar sem beðið er um á vefsvæði VÍN í þessum tilgangi eru eingöngu nafn, netfang og kennitala. Þeir sem skrá sig í félagið geta einnig (valfrítt) skáð hvernig þeir vilja kynna sig í félagaskránni..

Félagi getur alltaf geta alltaf afskráð sig frá útsendingarlistum og sagt sig úr félaginu. VÍN mun varðveita persónuupplýsingar þínar eins lengi og þarf til að uppfylla þá þjónustu sem þú hefur beðið um.

Vinsamlegast hafðu samband við okkur í tölvupósti með því að skrifa til admin@natturuvinir.is ef þú hefur frekari fyrirspurnir. Við munum alltaf veita þér upplýsingar um þau gögn sem við höfum um þig og hvernig við notum þau.