Vinir
íslenskrar náttúru

Mynd: Sigurður H. Magnússon

VÍN leggur áherslu á að koma í veg fyrir skaðleg áhrif ágengra og framandi tegunda í íslenskri náttúru. Skráðu þig til að fylgjast með starfinu og taka virkan þátt í því ef þú vilt. Engin félagsgjöld eru innheimt.

Registration form

Persónuverndarstefna VÍN

12 December 2023 | Sigfús Bjarnason, Andrés Arnalds and Sveinn Runólfsson

Forestry in Iceland’s Fragile Nature

„Forestry in Iceland is currently undergoing a profound transformation in terms of scale, methods, and objectives. The international voluntary carbon market is showing growing interest in harnessing Iceland’s potential for carbon capture projects.“

Fallegur birkiskógur

21. október 2023 | Ingibjörg Svala Jónsdóttir

Skógrækt er ekki alltaf sjálfsögð sem loftslagsaðgerð

„Ég skora á yf­ir­völd og sveit­ar­fé­lög að end­ur­skoða að­gerðaráætlan­ir sín­ar og skipu­lag um land­nýt­ingu með það í huga að stöðva ósjálf­bæra skóg­rækt í nafni lofts­lags,“ skrif­ar Ingi­björg Svala Jóns­dótt­ir, pró­fess­or í vist­fræði. „Ef ekki er rétt að mál­um stað­ið er hætt við að ný og oft ófyr­ir­séð vanda­mál skap­ist.“

Fróðlegt í fjölmiðlum

Ríkisútvarpið 20. janúar 2024

Telja fyrirhugaðan kolefnisskóg ógna fuglalífi

Tugir spóa-, heiðlóu- og rjúpnapara missa búsvæði sín ef verður af ræktun skógar í landi Saltvíkur í Norðurþingi. Náttúrustofa Norðausturlands hefur hvatt sveitarfélagið til þess að hætta við áformin, en framkvæmdaráð telur ekki ástæðu til.

Heimildin 20. október 2023

Skógrækt er ekki alltaf sjálfsögð sem loftslagsaðgerð

„Ég skora á yf­ir­völd og sveit­ar­fé­lög að end­ur­skoða að­gerðaráætlan­ir sín­ar og skipu­lag um land­nýt­ingu með það í huga að stöðva ósjálf­bæra skóg­rækt í nafni lofts­lags,“ skrif­ar Ingi­björg Svala Jóns­dótt­ir, pró­fess­or í vist­fræði. „Ef ekki er rétt að mál­um stað­ið er hætt við að ný og oft ófyr­ir­séð vanda­mál skap­ist.“

Tröllin móta sjóndeildarhringinn. Mynd: Andrés Arnalds

Nýtt frá VÍN

Selfossi 19. febrúar 2024

Fyrir okkur öll sem unnum náttúru og gæðum landsins er það mikið fagnaðarefni að þessi drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu skuli nú vera komin aftur til kynningar í samráðsgátt, fimm árum frá eftir að lögin um landgræðslu voru samþykkt á Alþingi.

Allt frá því fyrst voru sett lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands árið 1907 hefur aldrei verið sett reglugerð um gildandi lög um landgræðslu.

Sjá alla umsögnina hér.
Allar umsagnir

Góðir fundarmenn – ég vil þakka Landvernd fyrir að halda þennan samráðsfund og gefa VÍN tækifæri til að kynna félagið.

Vinir íslenskrar náttúru er félag til almannaheilla og er ekki rekið í hagnaðarskyni. Engin félagsgjöld eru innheimt, en félagið aflar rekstrarfjár með umsóknum um styrki og með frjálsum framlögum frá m.a. einstaklingum og fyrirtækjum.

Félagið styður aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem og þær sem auka kolefnisbindingu sem hafa ekki neikvæð áhrif á náttúru Íslands. Félagið stuðlar að því að komið sé á framfæri áreiðanlegum upplýsingum um kolefnisbindingu og kolefniseiningar og leggur áherslu á að notuð séu alþjóðleg vottunarkerfi með viðurkenndum kröfum og viðmiðum, sem jafnframt taka tillit til íslenskra aðstæðna.

Þrír öldungar, auk mín, Jón Gunnar Ottósson heitinn og Andrés Arnalds stofnuðu óformlegt öldungaráð sumarið 2021 til að freista þess að spyrna á móti stjarnfræðilegum áformum Skógræktarinnar í drögum að Landsáætlun í Skógrækt. Við hóuðum saman um 20 vísindamönnum sem voru sama sinnis og voru ekki sammála áformum Skógræktarinnar. Í kjölfarið mynduðum við bráðabirgðastjórn: Vina íslenskrar náttúru, það er VÍN.

Félagið var formlega stofnað í lok árs 2022. Stofnfélagar voru 41. Þá var komin skipulagsskrá fyrir félagið, búið að opna vefsíðu og félagið hafði þá þegar aflað nokkurra styrkja.

Stofnfélagarnir eru margir núverandi eða fyrrverandi starfsmenn stofnana á sviði líffræði, náttúruverndar og náttúrunýtingar, frá Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun, Landgræðslunni og öllum náttúrustofunum á landsbyggðinni. Þá eru í félaginu starfsmenn sveitarfélaga og úr mörgum frjálsum félagasamtökum, bændur og fleira fólk úr landbúnaðargeiranum. Við bendum á að þótt félagar séu úr mörgum áttum þá er hér samankominn hópur sérfræðinga með víðtæka þekkingu og langa reynslu af vinnu og rannsóknum á íslenskri náttúru. Öll höfum við haft áhyggjur af þróun skógræktarmála um alllangan tíma en nokkur korn fylltu mælinn, einkum herferð fyrir kolefnisbindingu og ný landsáætlun í skógrækt og landgræðslu.

Tilgangur félagsins er að fjalla um náttúruverndarmál líðandi stundar með áherslu á skaðleg áhrif ágengra og framandi tegunda í íslenskri náttúru og móta tillögur til úrbóta. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að halda fundi, skipuleggja aðgerðir til verndar náttúrunni, miðla upplýsingum í fjölmiðlum og á veraldarvefnum um neikvæð áhrif framandi tegunda á lífríki og ásýnd landsins. Veittar eru umsagnir, eftir atvikum um áætlanir, m.a. um frumvörp til laga og reglugerða stjórnvalda.

Nú eru 100 félagar í VÍN.

Það sem einkum sameinar okkur eru hugmyndir um framkvæmd skógræktar í landinu. Við teljum að skógræktaráætlun sé nú þegar og muni að óbreyttu verða raunveruleg ógn við verndun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Að okkar mati stangast stefna Skógræktarmanna gróflega á við skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir í alþjóðlegum samningum.

Hér eru t.d. notaðar trjátegundir sem hafa reynst ágengar í öðrum löndum og víða er hætt að nota, jafnvel komnar á bannlista. Við teljum að stefnan sé á skjön við almennt viðtekinn skilning og ályktanir í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Þá teljum við að áform um nytjaskógrækt á láglendi séu svo umfangsmikil að þau muni illa samrýmast öðrum hagsmunum, svo sem verndun vistkerfa og tegunda en einnig öðrum landbúnaðarnytjum en skógrækt. Loks teljum við sumt í útreikningum Skógræktarinnar á kolefnisbindingu með skógrækt vera byggt á afar veikum grunni.

Starfið á síðastliðnu ári

  • Þá voru haldnir 6 félagsfundir og 5 stjórnarfundir auk fjölda vinnufunda með stjórnarmönnum og fleirum.
  • Greinar félagsmanna í fjölmiðlum voru 17.
  • Umsagnir ályktanir og formleg bréf á árinu 2023 voru 14.
  • Stjórn VÍN er í bréfasamskiptum við ýmis félög og einstaklinga bæði innanlands og utan um baráttumál okkar. Þar má nefna; Landsamband sumarhúsaeigenda, Vísindafólk á Nýja Sjálandi vegna baráttu þeirra við ágengar framandi tegundir. Í samstarfi við Landvernd héldum við fjarfund með þeim í júní. Samtal og fundir með fulltrúum Rangárþings ytra og viðræður við sveitarstjóra Dalasýslu og sveitarstjórn Grafnings- og Grímsneshreppa. Samskipti við Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök ferðaþjónustunnar, Ólafsdalsfélagið, stjórn Verndarfélags Svartár, svo dæmi séu tekin.

Allnokkrir styrkir hafa borist félaginu það er frá umhverfis,-orku og loftslagsráðuneytinu, sjóðum og einstaklingum, þannig að fjárhagur félagsins stendur styrkum fótum.

Framtíðarsýn

Góðir fundarmenn – hafið í huga að það er aðeins virk náttúruvernd á um 20% af flatarmáli landsins, það er á friðlýstum svæðum. Verkefnin eru því mörg og mikilvæg, þar sem engin raunveruleg náttúruvernd er á um 80% af flatarmáli landsins.

Samfara fjölgun félagsmanna komu fleiri ábendingar um að takast á við fleiri verkefni á sviði náttúruverndar.

En stjórn VÍN telur brýnast að einbeita starfskröfum að fáum verkefnum – en sinna þeim – þeim mun betur. Knýjandi verkefni er að veita almenningi, fyrirtækjum og stjórnvöldum sem áreiðanlegastar upplýsingar um stöðu vottunarmála um bindingu kolefnis með skógrækt. Efnahagsbandalagið og Norðurlöndin eru í sívaxandi mæli að stemma stigu við grænþvotti fyrirtækja með kaupum á kolefniseiningum, sem ekki hafa fengið raunhæfa vottun til þess bærra aðila. Hér á landi endurspeglast þessi staða í risaáformum um stórtæka framleiðslu á meintum framandi ágengum trjátegundum -undir merkjum kolefnisbindingar.

Enn fremur hvetur stjórnin stjórnvöld og sveitarfélög til að huga að öðrum náttúrumiðuðum lausnum en skógrækt, og á síðasta ári skrifuðum við öllum sveitarfélögum landsins þar að lútandi. Þar er efst á blaði endurheimt votlendis en einnig endurheimt annarra illa farinna vistkerfa vegna ósjálfbærrar nýtingar lands. Æskilegt er að huga að efnahagslegum hvötum fyrir þannig lausnir til dæmis með gjörbreyttu styrkjakerfi landbúnaðarins.

Leitast verður við að fjölga félögum í VÍN og hvetja sem flesta til dáða með greinaskrifum og virkri þátttöku. Við viljum auka samstarf við önnur náttúruverndarfélög. Þannig verður auðveldara að takast á við fleiri mikilvæg náttúruverndarmál svo sem að auka kolefnisbindingu með endurheimt votlendis og stuðla að bættri landnýtingu. Til þessa höfum við sem stendur í VÍN, einfaldlega ekki haft mannafla til að takast á við fjölda annarra brýnna náttúruverndarverkefna sem snúa að áhrifum framandi ágengra tegunda á landi og í sjó og eða að berjast gegn vindorkuverum vítt og breitt um landið.

Takk fyrir

Selfossi 23. nóvember 2023

VÍN tekur undir margt af því sem kemur fram í þingsályktunartillögunni og styður, t.d. eindregið endurheimt náttúrlegra vistkerfa, þ.m.t. endurheimt jarðvegs, birkiskóga og votlendis. VÍN leggur hins vegar sérstaka áherslu á að hvert það verkefni sem snýr að kolefnisbindingu sé ekki í andstöðu við vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Virðingarleysi fyrir íslensku lífríki og náttúru, t.d. með skógrækt í stórum stíl með framandi tegundum, sem sumar eru ágengar, er að verða stórvandamál sem mun aukast á næstu áratugum. Nú þegar er verið að eyðileggja náttúrleg og fullgróin vistkerfi í stórum stíl, svo sem mólendi og votlendi, í nafni kolefnisbindingar.

Sjá umsögnina hér.

Tillaga til þingsályktunar um þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt
Allar umsagnir

Stafafura í birkiskógi. Mynd: Sigurður H. Magnússon