Vinir
íslenskrar náttúru

Mynd: Sigurður H. Magnússon

VÍN leggur áherslu á að koma í veg fyrir skaðleg áhrif framandi og ágengra tegunda í íslenskri náttúru. Skráðu þig til að fylgjast með starfinu og taka virkan þátt í því ef þú vilt. Engin félagsgjöld eru innheimt.

Registration form

Persónuverndarstefna VÍN

Andrés Skúlason, Gunnlaugur A. Júlíusson og Sveinn Runólfsson

Enn ein at­lagan að auð­lindum og náttúru landsins

Andrés Skúlason, Gunnlaugur A. Júlíusson og Sveinn Runólfsson skrifa um stefnumótun ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu vindorku á Íslandi.

18. apríl 2024 | Ólafur Sigmar Andrésson

Viðhorfsbreytingar í skógrækt

Á mörg­um svæð­um norð­an- og aust­an­lands leið­ir rækt­un sígrænna barr­trjáa ekki til kæl­ing­ar loft­hjúps­ins, held­ur hlýn­ar hann, skrif­ar Ólaf­ur S. Andrés­son, líf­efna­fræð­ing­ur og pró­fess­or emer­it­us. Slík áhrif séu miklu minni þeg­ar lauf­tré og lerki eru rækt­uð.

Fróðlegt í miðlum

Morgunblaðið 15. júlí 2024

Skiptar skoðanir um nýjan skóg

Yggdras­ill Car­bon hef­ur hafið skóg­rækt ofan Salt­vík­ur, rétt sunn­an við Húsa­vík. Skipt­ar skoðanir eru um skóg­inn. For­stöðumaður Nátt­úru­stofu Norðaust­ur­lands tel­ur að sveit­ar­stjórn Norðurþings hafi ekki hlustað á rök stofn­un­ar­inn­ar um vernd­un nátt­úru og fugla­lífs á svæðinu.
Sjá einnig Færðu verkefnasvæðið þrisvar vegna fuglalífs.

Carbon Market Watch | 2. júlí 2024

Why carbon offsetting undermines climate targets

Sameiginleg yfirlýsing 80 umhverfis- og náttúruverndarsamtaka, þar á meðal Náttúruverndarsamtök Íslands, þar sem þau lýsa áhyggjum sínum á slökun á reglum um notkun kolefnisheimilda í jöfnunarskyni.

Heimildin 17. maí 2024

Vindorkuver á Íslandi – Stórslys í uppsiglingu?

„Í jafn land­miklu og strjál­býlu landi og Ís­land er, hlýt­ur að vera hægt að finna svæði þar sem byggja megi upp vindorku­ver með sem minnst­um nei­kvæð­um áhrif­um á nátt­úru og sam­fé­lög, sé vel og fag­lega að því stað­ið.“ segir Menja von Schmalensee, formaður Fuglaverndar.

Umræða

13. apríl 2024 | Sigfús Bjarnason

Bann við grænþvotti 2026

Þann 17. janúar sl. samþykkti Evrópuþingið nýja tilskipun um neytendamál þar sem lagt er bann við að markaðssetja vörur og þjónustu með villandi upplýsingum um kolefnisjöfnun. Þessa tilskipun eiga lönd evrópska efnahagssvæðisins að innleiða í sína löggjöf ekki síðar en 2026.

Kolefnisjafnaður fluttningabill

Mynd: Sigurður H. Magnússon

Þetta ætti að binda enda á þann grænþvott sem átt hefur stað hjá mörgum íslenskum fyrirtækjum í samvinnu við Kolvið. Það er hægt að kaupa gróðursetningu trjáa hjá Kolviði, og þar með framtíðar kolefnisbindingu, en það þýðir ekki að kaupandinn hafi kolefnisjafnað starfsemi sína. Flutningabíllinn hér að ofan hefur ekki verið kolefnisjafnaður!

Aukin meðvitund um þetta hefur orðið til þess að t.d. Icelandair hefur lagt niður reiknivél sína um kolefnisjöfnun flugferða og (Lestu meira)

Tröllin móta sjóndeildarhringinn. Mynd: Andrés Arnalds

Nýtt frá VÍN

Umsögn VÍN um Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 (virkjunarkostir í vindorku).

Umsögn VÍN umTillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi.

Selfossi 29. apríl 2024

,,VÍN leggst alfarið gegn allri skógrækt, með framandi og/eða innlendum tegundum, innan deiliskipulags Ólafsdals og eftir atvikum í öllum Ólafsdalnum. Að öðrum kosti muni landslag og búsetuminjar sem ætlunin er að vernda spillast verulega. Fella verður niður þann kafla sem lítur að deiliskipulagi svæðisins eða endurskoða hann. VÍN telur jafnframt að öll vernd innan svæðisins, sem snýr að náttúrufari, eigi að miða að því að endurheimta náttúruleg vistkerfi og búsetulandslag, t.d. með beit og/eða beitarfriðun, með vernd menningarlandslags tímabilsins 1880-1907 að leiðarljósi.“

Sjá alla umsögnina hér.

Selfossi 15. apríl 2024

,,Stjórn VÍN telur að Minjastofnun eigi ekki samleið með Náttúruverndarstofnun og því beri að draga frumvarpið til baka og vinna nýtt frumvarp um Náttúruverndarstofnun.“

Sjá alla umsögnina hér.
Allar umsagnir

Þann 20. mars ítrekaði VÍN beiðni til Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (frá 1. júlí 2023) um upplýsingar frá ráðuneytinu um framkvæmd ákvæða náttúruverndarlaga um innflutning og dreifingu framandi lífvera.  

Í bréfinu hvetur VÍN ráðuneytið til að fara að vinna að raunverulegri vernd líffræðilegrar fjölbreytni í landinu í samræmi við lög um náttúruvernd og þá alþjóðasamninga um lífríkisvernd sem Ísland hefur undirgengist. Félagið ítrekar að ekki sé nægilegt að nota jákvæð hugtök án aðgerða í boðuðum áætlunum né að nota kolefnisbindingu og kolefnisjöfnun til að réttlæta notkun ágengra tegunda í skógrækt.

Sjá bæði bréfin hér.

Ólafur Gestur Arnalds, prófessor og doktor í jarðvegsfræði og einn af stofnfélögum VÍN, hlaut viðurkenningu Hagþenkis 2023 fyrir bókina Mold ert þú – Jarðvegur og íslensk náttúra.

Ólafur Arnalds

Í umsögn dómnefndar segir að ritið sé stórvirki á sviði náttúru- og umhverfisfræði, með áherslu á sérstöðu íslensks jarðvegs, þar sem fjallað sé ítarlega um mikilvægi moldarinnar í vistkerfum þurrlendis með ríkulegum gögnum og myndefni.

Í viðtali við Morgunblaðið 7. mars segir Ólafur „að bókin taki fyrir margvísleg vandamál sem steðja að vistkerfum jarðar og af hverju við lokum augunum fyrir þeim. En fyrst og fremst er þetta bók um íslenska mold“.

Stjórn VÍN sendir Ólafi hugheilar hamingjuóskir með þessa frábæru og verðskulduðu viðurkenningu fyrir bókina sem er „kannski að hluta til lífsstarf mitt, falið á síðunum“ eins og Ólafur kemst að orði í Morgunblaðinu.

Selfossi 19. febrúar 2024

Fyrir okkur öll sem unnum náttúru og gæðum landsins er það mikið fagnaðarefni að þessi drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu skuli nú vera komin aftur til kynningar í samráðsgátt, fimm árum frá eftir að lögin um landgræðslu voru samþykkt á Alþingi.

Allt frá því fyrst voru sett lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands árið 1907 hefur aldrei verið sett reglugerð um gildandi lög um landgræðslu.

Sjá alla umsögnina hér.
Allar umsagnir

Góðir fundarmenn – ég vil þakka Landvernd fyrir að halda þennan samráðsfund og gefa VÍN tækifæri til að kynna félagið.

Vinir íslenskrar náttúru er félag til almannaheilla og er ekki rekið í hagnaðarskyni. Engin félagsgjöld eru innheimt, en félagið aflar rekstrarfjár með umsóknum um styrki og með frjálsum framlögum frá m.a. einstaklingum og fyrirtækjum.

Félagið styður aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem og þær sem auka kolefnisbindingu sem hafa ekki neikvæð áhrif á náttúru Íslands. Félagið stuðlar að því að komið sé á framfæri áreiðanlegum upplýsingum um kolefnisbindingu og kolefniseiningar og leggur áherslu á að notuð séu alþjóðleg vottunarkerfi með viðurkenndum kröfum og viðmiðum, sem jafnframt taka tillit til íslenskra aðstæðna.

Þrír öldungar, auk mín, Jón Gunnar Ottósson heitinn og Andrés Arnalds stofnuðu óformlegt öldungaráð sumarið 2021 til að freista þess að spyrna á móti stjarnfræðilegum áformum Skógræktarinnar í drögum að Landsáætlun í Skógrækt. Við hóuðum saman um 20 vísindamönnum sem voru sama sinnis og voru ekki sammála áformum Skógræktarinnar. Í kjölfarið mynduðum við bráðabirgðastjórn: Vina íslenskrar náttúru, það er VÍN.

Félagið var formlega stofnað í lok árs 2022. Stofnfélagar voru 41. Þá var komin skipulagsskrá fyrir félagið, búið að opna vefsíðu og félagið hafði þá þegar aflað nokkurra styrkja.

Stofnfélagarnir eru margir núverandi eða fyrrverandi starfsmenn stofnana á sviði líffræði, náttúruverndar og náttúrunýtingar, frá Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun, Landgræðslunni og öllum náttúrustofunum á landsbyggðinni. Þá eru í félaginu starfsmenn sveitarfélaga og úr mörgum frjálsum félagasamtökum, bændur og fleira fólk úr landbúnaðargeiranum. Við bendum á að þótt félagar séu úr mörgum áttum þá er hér samankominn hópur sérfræðinga með víðtæka þekkingu og langa reynslu af vinnu og rannsóknum á íslenskri náttúru. Öll höfum við haft áhyggjur af þróun skógræktarmála um alllangan tíma en nokkur korn fylltu mælinn, einkum herferð fyrir kolefnisbindingu og ný landsáætlun í skógrækt og landgræðslu.

Tilgangur félagsins er að fjalla um náttúruverndarmál líðandi stundar með áherslu á skaðleg áhrif ágengra og framandi tegunda í íslenskri náttúru og móta tillögur til úrbóta. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að halda fundi, skipuleggja aðgerðir til verndar náttúrunni, miðla upplýsingum í fjölmiðlum og á veraldarvefnum um neikvæð áhrif framandi tegunda á lífríki og ásýnd landsins. Veittar eru umsagnir, eftir atvikum um áætlanir, m.a. um frumvörp til laga og reglugerða stjórnvalda.

Nú eru 100 félagar í VÍN.

Það sem einkum sameinar okkur eru hugmyndir um framkvæmd skógræktar í landinu. Við teljum að skógræktaráætlun sé nú þegar og muni að óbreyttu verða raunveruleg ógn við verndun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Að okkar mati stangast stefna Skógræktarmanna gróflega á við skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir í alþjóðlegum samningum.

Hér eru t.d. notaðar trjátegundir sem hafa reynst ágengar í öðrum löndum og víða er hætt að nota, jafnvel komnar á bannlista. Við teljum að stefnan sé á skjön við almennt viðtekinn skilning og ályktanir í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Þá teljum við að áform um nytjaskógrækt á láglendi séu svo umfangsmikil að þau muni illa samrýmast öðrum hagsmunum, svo sem verndun vistkerfa og tegunda en einnig öðrum landbúnaðarnytjum en skógrækt. Loks teljum við sumt í útreikningum Skógræktarinnar á kolefnisbindingu með skógrækt vera byggt á afar veikum grunni.

Starfið á síðastliðnu ári

  • Þá voru haldnir 6 félagsfundir og 5 stjórnarfundir auk fjölda vinnufunda með stjórnarmönnum og fleirum.
  • Greinar félagsmanna í fjölmiðlum voru 17.
  • Umsagnir ályktanir og formleg bréf á árinu 2023 voru 14.
  • Stjórn VÍN er í bréfasamskiptum við ýmis félög og einstaklinga bæði innanlands og utan um baráttumál okkar. Þar má nefna; Landsamband sumarhúsaeigenda, Vísindafólk á Nýja Sjálandi vegna baráttu þeirra við ágengar framandi tegundir. Í samstarfi við Landvernd héldum við fjarfund með þeim í júní. Samtal og fundir með fulltrúum Rangárþings ytra og viðræður við sveitarstjóra Dalasýslu og sveitarstjórn Grafnings- og Grímsneshreppa. Samskipti við Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök ferðaþjónustunnar, Ólafsdalsfélagið, stjórn Verndarfélags Svartár, svo dæmi séu tekin.

Allnokkrir styrkir hafa borist félaginu það er frá umhverfis,-orku og loftslagsráðuneytinu, sjóðum og einstaklingum, þannig að fjárhagur félagsins stendur styrkum fótum.

Framtíðarsýn

Góðir fundarmenn – hafið í huga að það er aðeins virk náttúruvernd á um 20% af flatarmáli landsins, það er á friðlýstum svæðum. Verkefnin eru því mörg og mikilvæg, þar sem engin raunveruleg náttúruvernd er á um 80% af flatarmáli landsins.

Samfara fjölgun félagsmanna komu fleiri ábendingar um að takast á við fleiri verkefni á sviði náttúruverndar.

En stjórn VÍN telur brýnast að einbeita starfskröfum að fáum verkefnum – en sinna þeim – þeim mun betur. Knýjandi verkefni er að veita almenningi, fyrirtækjum og stjórnvöldum sem áreiðanlegastar upplýsingar um stöðu vottunarmála um bindingu kolefnis með skógrækt. Efnahagsbandalagið og Norðurlöndin eru í sívaxandi mæli að stemma stigu við grænþvotti fyrirtækja með kaupum á kolefniseiningum, sem ekki hafa fengið raunhæfa vottun til þess bærra aðila. Hér á landi endurspeglast þessi staða í risaáformum um stórtæka framleiðslu á meintum framandi ágengum trjátegundum -undir merkjum kolefnisbindingar.

Enn fremur hvetur stjórnin stjórnvöld og sveitarfélög til að huga að öðrum náttúrumiðuðum lausnum en skógrækt, og á síðasta ári skrifuðum við öllum sveitarfélögum landsins þar að lútandi. Þar er efst á blaði endurheimt votlendis en einnig endurheimt annarra illa farinna vistkerfa vegna ósjálfbærrar nýtingar lands. Æskilegt er að huga að efnahagslegum hvötum fyrir þannig lausnir til dæmis með gjörbreyttu styrkjakerfi landbúnaðarins.

Leitast verður við að fjölga félögum í VÍN og hvetja sem flesta til dáða með greinaskrifum og virkri þátttöku. Við viljum auka samstarf við önnur náttúruverndarfélög. Þannig verður auðveldara að takast á við fleiri mikilvæg náttúruverndarmál svo sem að auka kolefnisbindingu með endurheimt votlendis og stuðla að bættri landnýtingu. Til þessa höfum við sem stendur í VÍN, einfaldlega ekki haft mannafla til að takast á við fjölda annarra brýnna náttúruverndarverkefna sem snúa að áhrifum framandi ágengra tegunda á landi og í sjó og eða að berjast gegn vindorkuverum vítt og breitt um landið.

Takk fyrir

Stafafura í birkiskógi. Mynd: Sigurður H. Magnússon