Nýtt frá VÍN

Mynd: Borgþór Magnússon

Þann 20. mars ítrekaði VÍN beiðni til Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (frá 1. júlí 2023) um upplýsingar frá ráðuneytinu um framkvæmd ákvæða náttúruverndarlaga um innflutning og dreifingu framandi lífvera.  

Í bréfinu hvetur VÍN ráðuneytið til að fara að vinna að raunverulegri vernd líffræðilegrar fjölbreytni í landinu í samræmi við lög um náttúruvernd og þá alþjóðasamninga um lífríkisvernd sem Ísland hefur undirgengist. Félagið ítrekar að ekki sé nægilegt að nota jákvæð hugtök án aðgerða í boðuðum áætlunum né að nota kolefnisbindingu og kolefnisjöfnun til að réttlæta notkun ágengra tegunda í skógrækt.

Sjá bæði bréfin hér.

Landvernd og Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) býður VÍN félaga velkomna á örnámskeiðið Náttúruvernd og skipulagsmál – Hvernig höfum við áhrif?, sem fer fram á Zoom fimmtudaginn 4. apríl, 20.00 – 21:30.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur og stjórnarkona í Landvernd verður með stutta fræðslu um náttúruvernd og skipulagsmál. Að henni lokinni verður veitt rými fyrir spurningar.

Á örnámskeiðinu verður fengist við m.a.
* Hvaða ábyrgð hafa ólíkir aðilar í skipulagsmálum?
* Hvernig virkar mat á umhverfisáhrifum?
* Hvernig er ferlið? Skiptir máli hvenær við komum að málinu?
* Hvað eru aðalskipulag, deiliskipulag, svæðisskipulag?
* Hvernig getum við haft áhrif á skipulagsmál?

Sjá nánar á Facebook hér

Landvarðafélagið stendur fyrir málþingi um náttúruvá og landvörslu laugardaginn 16. mars, 13:00 – 16:00, og býður VÍN félaga hjartanlega velkomna.

Hér er viðburður málþingsins á Facebook. Það er opið öllum og ókeypis inn en einnig verða erindin sýnd í streymi fyrir þau sem ekki eiga heimangengt. Til þess að hafa hugmynd um fjölda sem mæta höfum við beðið fólk um að skrá sig hér.

Dagskrá:

– Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagráðherra
– Kristín Jónsdóttir, Veðurstofu Íslands
– Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi
– Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Vatnajökulsþjóðgarði
– Sigrún Ágústsdóttir, Umhverfisstofnun
– Timothy Townsend, Yellowstone National Park

Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir

Ólafur Gestur Arnalds, prófessor og doktor í jarðvegsfræði og einn af stofnfélögum VÍN, hlaut viðurkenningu Hagþenkis 2023 fyrir bókina Mold ert þú – Jarðvegur og íslensk náttúra.

Ólafur Arnalds

Í umsögn dómnefndar segir að ritið sé stórvirki á sviði náttúru- og umhverfisfræði, með áherslu á sérstöðu íslensks jarðvegs, þar sem fjallað sé ítarlega um mikilvægi moldarinnar í vistkerfum þurrlendis með ríkulegum gögnum og myndefni.

Í viðtali við Morgunblaðið 7. mars segir Ólafur „að bókin taki fyrir margvísleg vandamál sem steðja að vistkerfum jarðar og af hverju við lokum augunum fyrir þeim. En fyrst og fremst er þetta bók um íslenska mold“.

Stjórn VÍN sendir Ólafi hugheilar hamingjuóskir með þessa frábæru og verðskulduðu viðurkenningu fyrir bókina sem er „kannski að hluta til lífsstarf mitt, falið á síðunum“ eins og Ólafur kemst að orði í Morgunblaðinu.

Góðir fundarmenn – ég vil þakka Landvernd fyrir að halda þennan samráðsfund og gefa VÍN tækifæri til að kynna félagið.

Vinir íslenskrar náttúru er félag til almannaheilla og er ekki rekið í hagnaðarskyni. Engin félagsgjöld eru innheimt, en félagið aflar rekstrarfjár með umsóknum um styrki og með frjálsum framlögum frá m.a. einstaklingum og fyrirtækjum.

Félagið styður aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem og þær sem auka kolefnisbindingu sem hafa ekki neikvæð áhrif á náttúru Íslands. Félagið stuðlar að því að komið sé á framfæri áreiðanlegum upplýsingum um kolefnisbindingu og kolefniseiningar og leggur áherslu á að notuð séu alþjóðleg vottunarkerfi með viðurkenndum kröfum og viðmiðum, sem jafnframt taka tillit til íslenskra aðstæðna.

Þrír öldungar, auk mín, Jón Gunnar Ottósson heitinn og Andrés Arnalds stofnuðu óformlegt öldungaráð sumarið 2021 til að freista þess að spyrna á móti stjarnfræðilegum áformum Skógræktarinnar í drögum að Landsáætlun í Skógrækt. Við hóuðum saman um 20 vísindamönnum sem voru sama sinnis og voru ekki sammála áformum Skógræktarinnar. Í kjölfarið mynduðum við bráðabirgðastjórn: Vina íslenskrar náttúru, það er VÍN.

Félagið var formlega stofnað í lok árs 2022. Stofnfélagar voru 41. Þá var komin skipulagsskrá fyrir félagið, búið að opna vefsíðu og félagið hafði þá þegar aflað nokkurra styrkja.

Stofnfélagarnir eru margir núverandi eða fyrrverandi starfsmenn stofnana á sviði líffræði, náttúruverndar og náttúrunýtingar, frá Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun, Landgræðslunni og öllum náttúrustofunum á landsbyggðinni. Þá eru í félaginu starfsmenn sveitarfélaga og úr mörgum frjálsum félagasamtökum, bændur og fleira fólk úr landbúnaðargeiranum. Við bendum á að þótt félagar séu úr mörgum áttum þá er hér samankominn hópur sérfræðinga með víðtæka þekkingu og langa reynslu af vinnu og rannsóknum á íslenskri náttúru. Öll höfum við haft áhyggjur af þróun skógræktarmála um alllangan tíma en nokkur korn fylltu mælinn, einkum herferð fyrir kolefnisbindingu og ný landsáætlun í skógrækt og landgræðslu.

Tilgangur félagsins er að fjalla um náttúruverndarmál líðandi stundar með áherslu á skaðleg áhrif ágengra og framandi tegunda í íslenskri náttúru og móta tillögur til úrbóta. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að halda fundi, skipuleggja aðgerðir til verndar náttúrunni, miðla upplýsingum í fjölmiðlum og á veraldarvefnum um neikvæð áhrif framandi tegunda á lífríki og ásýnd landsins. Veittar eru umsagnir, eftir atvikum um áætlanir, m.a. um frumvörp til laga og reglugerða stjórnvalda.

Nú eru 100 félagar í VÍN.

Það sem einkum sameinar okkur eru hugmyndir um framkvæmd skógræktar í landinu. Við teljum að skógræktaráætlun sé nú þegar og muni að óbreyttu verða raunveruleg ógn við verndun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Að okkar mati stangast stefna Skógræktarmanna gróflega á við skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir í alþjóðlegum samningum.

Hér eru t.d. notaðar trjátegundir sem hafa reynst ágengar í öðrum löndum og víða er hætt að nota, jafnvel komnar á bannlista. Við teljum að stefnan sé á skjön við almennt viðtekinn skilning og ályktanir í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Þá teljum við að áform um nytjaskógrækt á láglendi séu svo umfangsmikil að þau muni illa samrýmast öðrum hagsmunum, svo sem verndun vistkerfa og tegunda en einnig öðrum landbúnaðarnytjum en skógrækt. Loks teljum við sumt í útreikningum Skógræktarinnar á kolefnisbindingu með skógrækt vera byggt á afar veikum grunni.

Starfið á síðastliðnu ári

  • Þá voru haldnir 6 félagsfundir og 5 stjórnarfundir auk fjölda vinnufunda með stjórnarmönnum og fleirum.
  • Greinar félagsmanna í fjölmiðlum voru 17.
  • Umsagnir ályktanir og formleg bréf á árinu 2023 voru 14.
  • Stjórn VÍN er í bréfasamskiptum við ýmis félög og einstaklinga bæði innanlands og utan um baráttumál okkar. Þar má nefna; Landsamband sumarhúsaeigenda, Vísindafólk á Nýja Sjálandi vegna baráttu þeirra við ágengar framandi tegundir. Í samstarfi við Landvernd héldum við fjarfund með þeim í júní. Samtal og fundir með fulltrúum Rangárþings ytra og viðræður við sveitarstjóra Dalasýslu og sveitarstjórn Grafnings- og Grímsneshreppa. Samskipti við Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök ferðaþjónustunnar, Ólafsdalsfélagið, stjórn Verndarfélags Svartár, svo dæmi séu tekin.

Allnokkrir styrkir hafa borist félaginu það er frá umhverfis,-orku og loftslagsráðuneytinu, sjóðum og einstaklingum, þannig að fjárhagur félagsins stendur styrkum fótum.

Framtíðarsýn

Góðir fundarmenn – hafið í huga að það er aðeins virk náttúruvernd á um 20% af flatarmáli landsins, það er á friðlýstum svæðum. Verkefnin eru því mörg og mikilvæg, þar sem engin raunveruleg náttúruvernd er á um 80% af flatarmáli landsins.

Samfara fjölgun félagsmanna komu fleiri ábendingar um að takast á við fleiri verkefni á sviði náttúruverndar.

En stjórn VÍN telur brýnast að einbeita starfskröfum að fáum verkefnum – en sinna þeim – þeim mun betur. Knýjandi verkefni er að veita almenningi, fyrirtækjum og stjórnvöldum sem áreiðanlegastar upplýsingar um stöðu vottunarmála um bindingu kolefnis með skógrækt. Efnahagsbandalagið og Norðurlöndin eru í sívaxandi mæli að stemma stigu við grænþvotti fyrirtækja með kaupum á kolefniseiningum, sem ekki hafa fengið raunhæfa vottun til þess bærra aðila. Hér á landi endurspeglast þessi staða í risaáformum um stórtæka framleiðslu á meintum framandi ágengum trjátegundum -undir merkjum kolefnisbindingar.

Enn fremur hvetur stjórnin stjórnvöld og sveitarfélög til að huga að öðrum náttúrumiðuðum lausnum en skógrækt, og á síðasta ári skrifuðum við öllum sveitarfélögum landsins þar að lútandi. Þar er efst á blaði endurheimt votlendis en einnig endurheimt annarra illa farinna vistkerfa vegna ósjálfbærrar nýtingar lands. Æskilegt er að huga að efnahagslegum hvötum fyrir þannig lausnir til dæmis með gjörbreyttu styrkjakerfi landbúnaðarins.

Leitast verður við að fjölga félögum í VÍN og hvetja sem flesta til dáða með greinaskrifum og virkri þátttöku. Við viljum auka samstarf við önnur náttúruverndarfélög. Þannig verður auðveldara að takast á við fleiri mikilvæg náttúruverndarmál svo sem að auka kolefnisbindingu með endurheimt votlendis og stuðla að bættri landnýtingu. Til þessa höfum við sem stendur í VÍN, einfaldlega ekki haft mannafla til að takast á við fjölda annarra brýnna náttúruverndarverkefna sem snúa að áhrifum framandi ágengra tegunda á landi og í sjó og eða að berjast gegn vindorkuverum vítt og breitt um landið.

Takk fyrir

Selfossi 23. nóvember 2023

VÍN tekur undir margt af því sem kemur fram í þingsályktunartillögunni og styður, t.d. eindregið endurheimt náttúrlegra vistkerfa, þ.m.t. endurheimt jarðvegs, birkiskóga og votlendis. VÍN leggur hins vegar sérstaka áherslu á að hvert það verkefni sem snýr að kolefnisbindingu sé ekki í andstöðu við vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Virðingarleysi fyrir íslensku lífríki og náttúru, t.d. með skógrækt í stórum stíl með framandi tegundum, sem sumar eru ágengar, er að verða stórvandamál sem mun aukast á næstu áratugum. Nú þegar er verið að eyðileggja náttúrleg og fullgróin vistkerfi í stórum stíl, svo sem mólendi og votlendi, í nafni kolefnisbindingar.

Sjá umsögnina hér.

Tillaga til þingsályktunar um þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt
Allar umsagnir

Látinn er kær félagi og samstarfsmaður í nærri hálfa öld. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg samskipta minna við fræði- og forstöðumanninn
Jón Gunnar. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar hann fór til starfa á Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Síðan áttum við mikil og góð samskipti í áratugi, báðir forstöðumenn stórra ríkisstofnana í umhverfisgeiranum. Jón Gunnar var alltaf vel liðinn af starfsfólki þeirra stofnana er hann stýrði eins og kom fram í árlegum könnunum um árangur ríkisstofnana.

Hann var hafsjór af fróðleik um náttúru- og umhverfisvernd á innlendum og alþjóðlegum vettvangi og var stálminnugur. Hann var afar ritfær og skrifaði fallegt íslenskt mál og einkar vel skrifandi á ensku.

Þegar við höfðum báðir látið af störfum sökum aldurs sem forstöðumenn ríkisstofnana tókum við höndum saman með Andrési Arnalds við baráttuna
fyrir stóraukinni náttúruvernd hér á landi. Við vorum rækilega studdir af hópi vísindafólks frá mörgum fræðigreinum. Okkur sveið hvað náttúra landsins er
hart leikin af hömlulausri skógrækt og ferðamennsku. Við stofnuðum
því almannaheillafélagið Vinir íslenskrar náttúru, VÍN. Þar var Jón Gunnar fremstur íflokki, harðduglegur og útsjónarsamur með víðtæka reynslu af stjórnsýslu og lögum um náttúruvernd. Þegar hér var komið sögu var hann orðinn mjög veikur og þurfti að fara í erfiðar blóðskiljunarmeðferðir þrjá daga vikunnar. Með einstakri alúð og hjálpsemi Margrétar, eftirlifandi eiginkonu sinnar, tókst honum að vinna langan vinnudag hina fjóra daga vikunnar. Hann tók veikindum sínum af einstæðu hugrekki og þrautseigju. Vinnuafköstin voru ótrúlega mikil og vinnubrögðin öguð og skipulögð. Nú er skarð fyrir skildi hjá okkur félögunum í VÍN þegar foringinn er fallinn frá. Hans skarð verður trauðla fyllt, en við sem eftir stöndum verðum að standa þéttan vörð um íslenska náttúru. Það er hart sótt að henni sem aldrei fyrr og lítið um varnir hjá hinu opinbera. Náttúruvernd er meira og minna munaðarlaus í íslenskri stjórnsýslu.

Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir áralangt heilladrjúgt samstarf og samskipti. Jón Gunnar er einn minnisstæðasti persónuleiki sem ég hef kynnst. Mér var heiður að fá að starfa með honum og eiga við hann samskipti um áratugaskeið.

Margrét, fjölskyldur, ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hann. Ég bið þeim
Guðs blessunar og votta þeim mína dýpstu samúð.

Sveinn Runólfsson.

Sjá einnig Hrafnar fylgdu honum í Heimildinni

Jón Gunnar Ottósson starfandi formaður félagsins lést í nótt. Hann veiktist skyndilega í gærkvöldi og var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi og þaðan á gjörgæslu í Reykjavík þar sem hann lést. Stjórn VÍN sendir konu hans, Margréti Frímannsdóttur, börnum, barnabörnum og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur.

Hjálmar Waag Árnason verður fulltrúi VÍN á norrænni málstofu um Older people and the climate in the Nordic countries sem haldin verður á Nauthóli þann 27-28. september.

Dagskrá málstofunnar
Skráning á málstofuna
Um verkefnið á vef Environice

Selfossi 1. júí 2023

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
B.t. Guðlaugs Þór þórðarsonar ráðherra

Félagið Vinir íslenskrar náttúru (VÍN) er að skoða framkvæmd laga nr. 60/2013 um náttúrvernd, sérstaklega framkvæmdina er varðar XI kafla laganna um innflutning og dreifingu lifandi framandi lífvera. Þar virðist vera pottur brotinn.

Í 63. gr. laganna kemur skýrt fram í 1. mgr. að óheimilt sé að flytja inn eða dreifa lifandi framandi tegundum nema með leyfi og að með umsókn um slíkt leyfi skuli m.a. fylgja “áhættumat”. Í 2. mgr. er undanþága sem nær til tegunda sem þá voru notaðar hér á landi, m.a. í landgræðslu og skógrækt. Þessi undanþága er þó bundin við „innflutning“ tegundanna, en nær ekki til dreifingarinnar, sbr.
orðalag greinarinnar. Dreifing margra tegunda virðist þó vera í fullum gangi án leyfa, sbr. t.d. alaskalúpínu.

Sjá allt bréfið hér.

Þrír VÍN félagar hafa sent umsagnir á Samráðsgátt stjórnvalda um sameiningu 10 stofnana í þrjár stofnanir. 

Sveinn Runólfsson, formaður stjórnar Vina íslenskrar náttúru (VÍN), hefur ákveðið að draga sig í hlé frá stjórnarstörfum. Með þessu vill Sveinn skapa sér rými til að einbeita sér að ritun bókar um sögu Gunnarsholts sem áætlað er að gefa út í lok þessa árs.

Enginn þekkir sögu höfuðstöðva Sandgræðslunnar, og síðar Landgræðslunnar, betur en Sveinn. Hann bjó í Gunnarsholti í hartnær 70 ár, þar af sem landgræðslustjóri í 44 ár. Stjórn VÍN óskar Sveini alls hins besta við ritun og útgáfu þessa mikla verks. Ennfremur þakkar stjórnin Sveini fyrir frumkvæði að stofnun félagsins og óeigingjarnt starf í þágu þess.

Sveinn verður áfram félagi í VÍN. Hann óskar stjórninni alls velfarnaðar og sendir öllum félögum í VÍN baráttukveðjur. Megi starfsemin vaxa og eflast til verndar náttúru Íslands!

Ný stjórn verður kjörin á aukaaðalfundi í haust. Þangað til mun Jón Gunnar Ottósson varaformaður VÍN vera starfandi formaður. Þóra Ellen Þórhallsdóttir sem var í varastjórn VÍN tekur sæti í bráðabirgðastjórninni sem meðstjórnandi.

Umsögn VÍN um frumvarp til laga um sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í nýja stofun undir heitinu Land og skógur. Sjá allar umsagnir hér.

Höfundur þessarar greinar í Bændablaðinu vill benda á og leiðrétta mistök sem honum urðu á við frágang greinarinnar. Stafafura er ekki sú tegund sem mest er ræktuð á Íslandi. Það er birkið. Hvað varðar meira efni um þessi mál á Nýja Sjálandi, sjá til dæmis vef Otago héraðs sem veitir ágætis yfirlit frá heildrænu sjónarmiði og vefinn Prevent the spread.

Aðalfundur félags vina íslenskrar náttúru, VÍN var haldinn í fjarfundabúnaði 21. febrúar sl. Fundurinn var vel sóttur af stofnfélögum en þeir eru 41 talsins. Sjá nánar hér

Umsögn VÍN um drög að frumvarpi um sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í nýja stofun undir heitinu Land og skógar.
Sjá einnig umsögn Ólafs Sigmars Andréssonar, stofnfélaga í VÍN.

Svar matvælaráðherra við fyrirspurn Orra Páls Jóhannssonar um kostnaðar- og ábatagreiningar vegna skógræktarverkefna (Sjá málsnúmer 422 á vef Alþingis)

Erindi Sigurðar H. Magnússonar á málþingi Hins íslenska nátturufræðifélags (HÍN) og Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) 30. nóvember um skógrækt, loftslagsmál og lífríki Íslands.

Orri Páll Jóhannsson þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn til matvælaráðherra um kostnaðar- og ábatagreiningar vegna skógræktarverkefna. Sjáðu nánar málsnúmer 422 á vefsíðu Alþingis.

Festa (Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni) hélt deiglufund þann 25. október um efnið Kolefnisjöfnun, hvernig jöfnum við og vottum? Í aðdraganda fundarins skrifuðu nokkrir af stofnfélögum VÍN bréf til Festa þar sem bent er á ýmsar skuggahliðar kolefnisjöfnunar með skógrækt. Sjáðu bréfið hér.

Glærur frá fundi fræðimanna og áhugafólks um náttúru Íslands með ráðherra matvælaráðuneytis.

Landvarðafélagið stendur fyrir málþingi um náttúruvá og landvörslu laugardaginn 16. mars, 13:00 – 16:00, og býður VÍN félaga hjartanlega velkomna.

Hér er viðburður málþingsins á Facebook. Það er opið öllum og ókeypis inn en einnig verða erindin sýnd í streymi fyrir þau sem ekki eiga heimangengt. Til þess að hafa hugmynd um fjölda sem mæta höfum við beðið fólk um að skrá sig hér.

Dagskrá:

– Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagráðherra
– Kristín Jónsdóttir, Veðurstofu Íslands
– Björn Ingi Jónsson, sviðsstjóri almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi
– Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Vatnajökulsþjóðgarði
– Sigrún Ágústsdóttir, Umhverfisstofnun
– Timothy Townsend, Yellowstone National Park

Fundarstjóri: Katrín Oddsdóttir

Landvernd og Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) býður VÍN félaga velkomna á örnámskeiðið Náttúruvernd og skipulagsmál – Hvernig höfum við áhrif?, sem fer fram á Zoom fimmtudaginn 4. apríl, 20.00 – 21:30.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur og stjórnarkona í Landvernd verður með stutta fræðslu um náttúruvernd og skipulagsmál. Að henni lokinni verður veitt rými fyrir spurningar.

Á örnámskeiðinu verður fengist við m.a.
* Hvaða ábyrgð hafa ólíkir aðilar í skipulagsmálum?
* Hvernig virkar mat á umhverfisáhrifum?
* Hvernig er ferlið? Skiptir máli hvenær við komum að málinu?
* Hvað eru aðalskipulag, deiliskipulag, svæðisskipulag?
* Hvernig getum við haft áhrif á skipulagsmál?

Nánari upplýsingar um námskeiðið koma þegar nær dregur.