30. apríl 2024 | Sigfús Bjarnason

Bann við grænþvotti 2026

Þann 17. janúar sl. samþykkti Evrópuþingið nýja tilskipun um neytendamál þar sem lagt er bann við að markaðssetja vörur og þjónustu með villandi upplýsingum um kolefnisjöfnun. Þessa tilskipun eiga lönd evrópska efnahagssvæðisins að innleiða í sína löggjöf ekki síðar en 2026.

Kolefnisjafnaður fluttningabill

Mynd: Sigurður H. Magnússon

Þetta ætti að binda enda á þann grænþvott sem átt hefur stað hjá mörgum íslenskum fyrirtækjum í samvinnu við Kolvið. Það er hægt að kaupa gróðursetningu trjáa hjá Kolviði, og þar með framtíðar kolefnisbindingu, en það þýðir ekki að kaupandinn hafi kolefnisjafnað starfsemi sína. Flutningabíllinn hér að ofan hefur ekki verið kolefnisjafnaður!

Aukin meðvitund um þetta hefur orðið til þess að t.d. Icelandair hefur lagt niður reiknivél sína um kolefnisjöfnun flugferða og Toyota hefur lokað síðunni Sporlaus þar sem sagt var að kaupendur hybrid-bíla gætu notið þess að aka án þess að skilja kolefnisspor eftir sig. Vonandi mun Stjórnarráðið gera hið sama á þessu ári eftir ábendingu VÍN um grænþvott síðustu ára.

Rétt er að taka það fram að Kolviður notar ekki lengur hugtakið kolefnisjöfnun i markaðssetningu. En viðskiptavinirnir verða líka að hætta að gera það. Sölufélag garðyrkjumanna er Framúrskarandi fyrirtæki (2013-2023) sem vinnur sjálfsagt vel að umhverfismálum en staðhæfingar þeirra um kolefnisjöfnun standast ekki skoðun.

Sigfús Bjarnason
sigfus@natturuvinir.is

Áskrift
Notify of
guest
0 Comments
Inline Feedbacks
Skoða allar athugasemdir