Heimildin 30. mars 2023

Færri lóur kveða burt snjóinn

Tug­þús­und­ir mó­fugla tapa bú­svæð­um sín­um ef öll þau 7.000 sum­ar­hús sem bú­ið er að sam­þykkja skipu­lag fyr­ir á land­inu verða byggð. Mó­fugl­um stend­ur einnig hætta af vega­gerð, skóg­rækt og vindorku­ver­um. For­stöðu­mað­ur Rann­sókna­set­urs Há­skóla Ís­lands á Suð­ur­landi seg­ir að ef fram held­ur sem horf­ir verði mó­fugl­ar að mestu farn­ir eft­ir hálfa öld. Þessu er greint frá þessu á nýjum vef þar sem lesa má um áhrif landnotkunar á afkomu mófugla.