Samstöðin (Rauða borðið) 28. febrúar 2023

Kolefnisbinding sem stenst ekki

Brot úr Rauða borðinu þriðjudaginn 28. febrúar 2023 – Jón Gunnar Ottósson, fyrrum forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir okkur frá gagnrýni sinni á skógrækt sem kolefnabindingu: „Breytir skógrækt einhverju fyrir kolefnisjöfnun og lögbundin markmið Íslands um kolefnishlutleysi árið 2040?“ Sjá líka viðtal við Gunnlaug Guðjónsson hjá Skógræktinni á Rauða borðinu 2. mars (02:49:53), frétt í Heimildinni 5. mars og grein Reynis Kristinssonar, Kolviði, í Heimildinni 8. mars.