Bændablaðið 24. apríl 2024 (bls. 50-51)

Mikilvægi og ábyrgð sveitarfélaga við vernd líffræðilegrar fjölbreytni

"Það þarf ekki ítarlega greiningu á íslensku samfélagi til að sjá að ábyrgð á varðveislu lands og þar með á líffræðilegri fjölbreytni liggur að miklu leyti hjá sveitarfélögum" skrifa Tómas Grétar Gunnarsson, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi og Lilja Jóhannesdóttir, Náttúrustofu Suðausturlands. "Skipulagsvald sveitarfélaga gengur í mörgum tilfellum framar en álit fagstofnana sem fara með málefni náttúru og skipulags."