Vísir 13. maí 2023

Skóg­rækt muni draga úr ferða­manna­straumnum

Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir að há tré séu byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Sveitarstjórnir þurfi að standast þrýsting skógræktarfólks og skipuleggja svæði vel til að forðast frekari slys. Sveinn nefnir Systrafoss við Kirkjubæjarklaustur sem dæmi. Foss sem hann telur vera einn þann fallegasta á landinu og dragi margan ferðamanninn að. En sitkagreni hefur verið plantað nærri allan hringinn í kringum fossinn sem eyðileggur útsýnið. Sjá einnig bréf frá VÍN til Sambands íslenskra sveitarfélaga 14. apríl 2023 hér.