Vísir 20. maí 2023

Skóg­ræktar­stjóri segir full­yrðingar VÍN ekki standast skoðun

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að fullyrðingar samtakanna VÍN og fyrrverandi landgræðslustjóra um skógrækt standist ekki skoðun. Ferðamenn sæki í skóginn og að hann auki öryggi við vegi. „Það er ljóst að ásýnd lands breytist við skógrækt, líkt og við aðrar breytingar á landnotkun. Hvort sú ásýnd sé betri eða verri er háð smekk hvers og eins,“ segir Þröstur í umsögninni.