Ríkisútvarpið 20. janúar 2024

Telja fyrirhugaðan kolefnisskóg ógna fuglalífi

Tugir spóa-, heiðlóu- og rjúpnapara missa búsvæði sín ef verður af ræktun skógar í landi Saltvíkur í Norðurþingi. Náttúrustofa Norðausturlands hefur hvatt sveitarfélagið til þess að hætta við áformin, en framkvæmdaráð telur ekki ástæðu til.