Heimildin 25. apríl 2024.

Við erum ekki í Amazon – við erum á Íslandi

„Að mínu viti er ekki tilefni til að rífast mikið um þetta því hér eru á ferðinni niðurstöður rannsókna, sem birtar hafa verið í einu virtasta vísindatímariti heims,“ segir Pawel Wasowicz, doktor í grasafræði, sem starfar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „En við þurfum að ræða þetta og ræða hvaða þýðingu þetta gæti haft.“ Það þurfi að gera með málefnalegum hætti, á vísindalegum grunni og helst án mikillar tilfinningasemi.