Fallegur birkiskógur

Mynd: Borgþór Magnússon

28. október 2021 | Ingibjörg Svala Jónsdóttir

Ógna aðgerðir gegn loftslagsbreytingum líffræðilegri fjölbreytni landsins?

Þessi grein birtist upprunalega í Kjarnanum 28. Október 2021

Verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni og bar­áttan gegn lofts­lags­breyt­ingum eru tvö af stærstu við­fangs­efnum mann­kyns. Um þau hafa verið gerðir alþjóð­legir samn­ingar að frum­kvæði Sam­ein­uðu þjóð­anna, und­ir­rit­aðir af fjöl­mörgum þjóð­ríkj­um. Enn fremur starfa milli­ríkja­nefndir um hvort mál­efni fyrir sig, um lofts­lags­breyt­ingar (Intergovern­mental Panel on Climate Change, IPCC) og um líf­fræði­lega fjöl­breytni og þjón­ustu vist­kerfa (Intergovern­mental Panel on Biodi­versity and Ecosy­stem Services, IPBES). Gall­inn er aftur á móti sá að hingað til hefur verið fjallað um þessa mála­flokka sem aðskilin við­fangs­efni, bæði hér­lendis og alþjóð­lega. Hættan sem af því stafar er að aðgerðir innan ann­ars mála­flokks­ins vinni gegn hin­um. Það er því ánægju­legt að nýlega hófust umræður milli­ríkja­nefnd­anna tveggja með því mark­miði að sam­hæfa aðgerð­ir. Slík sam­hæf­ing þarf einnig að ná til stefnu­mót­unar ein­stakra þjóð­ríkja.

Lofts­lags­váin og tap líf­fræði­legrar fjöl­breytni

Eru almenn­ingur og stjórn­völd nægi­lega vel upp­lýst um þessi mál til að taka þau alvar­lega og bregð­ast við þeim ógnum sem fel­ast í tapi líf­fræði­legrar fjöl­breytni og lofts­lags­breyt­inga af manna völd­um? Tals­verður árangur hefur náðst við fræðslu almenn­ings um ógnir af völdum lofts­lags­breyt­inga. Skiln­ingur hefur auk­ist á því að komið er að ögur­stundu og að bregð­ast þurfi skjótt við til að stemma stigu við frek­ari hlýnun lofts­lags. Sam­hliða hafa stjórn­völd sett á dag­skrá aðgerða­á­ætl­anir gegn lofts­lags­breyt­ingum sem bein­ast ann­ars vegar að því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og hins vegar að bind­ingu þeirra. Sami árangur í upp­fræðslu og stefnu­mótun hefur því miður ekki náðst þegar kemur að verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni, þrátt fyrir að afleið­ing­arn­ar, ef ekk­ert er að gert, jafn­ist fylli­lega á við þær sem stafa af lofts­lags­breyt­ing­um. Þetta skapar þá hættu að aðgerðir gegn lofts­lags­vánni taki ekki mið af líf­fræði­legri fjöl­breytni.

Hvað er líf­fræði­leg fjöl­breytni?

Í huga sumra snýst verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni aðeins um teg­und­ir. Teg­undir og teg­unda­auðgi eru vissu­lega mik­il­vægur hluti líf­fræði­legrar fjöl­breytni, en það er mikil ein­földun á hug­tak­inu og afar vill­andi að ein­blína aðeins á þann þátt. Sam­kvæmt skil­grein­ingu samn­ings­ins um líf­fræði­lega fjöl­breytni (Con­vention on Biolog­ical Diversity, CBD) nær hug­takið til alls breyti­leika meðal allra líf­andi líf­vera á láði og í legi og vist­fkerf­anna sem þær eru hluti af. „Líf­fræði­leg fjöl­breytni nær til fjöl­breytni innan teg­unda, milli teg­unda og meðal vist­kerfa“. Þetta er því yfir­grips­mikið hug­tak sem getur verið áskorun að skilja og til­einka sér. Til að bæta úr því þarf meiri fræðslu um inni­hald líf­fræði­legrar fjöl­breytni, og meðal ann­ars með það að mark­miði var á dög­unum stofn­aður sam­starfs­vett­vangur hér á landi, BIOD­ICE (Biodi­versity in Iceland), sem nær til fjölda ein­stak­linga og stofn­ana. Allir áhuga­samir um líf­fræði­lega fjöl­breytni eru hvattir til að kynna sér sam­starfs­vett­vang­inn á www.BIOD­ICE.is.

Hvers vegna er mik­il­vægt að sam­hæfa aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum og tapi líf­fræði­legrar fjöl­breytni?

Líf­fræði­leg fjöl­breytni er mann­kyn­inu lífs­nauð­syn­leg vegna þess að hún leggur grunn að marg­slung­inni þjón­ustu sem vist­kerfi og líf­ríkið veita okkur í dag, þar með talið fæði, klæði og vernd gegn sjúk­dóm­um. Hún leggur einnig grunn að annarri og oft ófyr­ir­séðri þjón­ustu sem vist­kerfi kunna að veita mann­legum sam­fé­lögum og öllu líf­rík­inu hér á jörð um ókomna fram­tíð. Það er því kald­hæðn­is­legt að líf­fræði­legri fjöl­breytni hnignar með ógn­ar­hraða vegna síauk­inna umsvifa manns­ins. Helstu ógn­irnar fel­ast í ósjálf­bærri land­nýt­ingu og rányrkju nátt­úru­auð­linda, meng­un, ágengum teg­undum og örum lofts­lags­breyt­ingum af manna­völdum og nú einnig í aðgerðum gegn lofts­lags­vánni ef ekki er að gætt. Það er því jafn aðkallandi að grípa til aðgerða til verndar líf­fræði­legri fjöl­breytni og gegn lofts­lags­breyt­ing­um, og þessar aðgerðir þarf að sam­hæfa svo þær vinni ekki gegn hvor annarri.

Sam­tal hafið á alþjóð­legum vett­vangi

Í des­em­ber á síð­asta ári héldu IPCC og IPBES sam­eig­in­legan vinnufund þar sem farið var yfir hvernig mætti best tengja saman aðgerðir gegn lofts­lags­vánni og hnignun líf­fræði­legrar fjöl­breytni. Í skýrslu nefnd­anna tveggja er að finna mik­il­væg skila­boð*. Meðal þess sem bent var á er að það sem sam­einar best verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni og bind­ingu kolefnis í vist­kerfum er end­ur­heimt nátt­úru­legra vist­kerfa, þar með taldir nátt­úru­skógar (punktar 10-13), auk sjálf­bærrar land­nýt­ingar (punktur 14). Enn fremur er lögð áhersla á að víð­feðm nytja­skóg­rækt geti bæði reynst skað­leg líf­fræði­legri fjöl­breytni og raskað kolefn­is­bind­ingu vist­kerfa sem fyrir eru, einkum og sér í lagi ef plantað er fram­andi teg­undum (exotic species) sem síðar geta reynst ágengar (punktur 19). Í sviðs­myndum IPCC um bind­ingu kolefnis hefur hingað til öll skóg­rækt verið sett undir einn hatt og ekki gerður grein­ar­munur á nytja­skóg­rækt og end­urheimt nátt­úru­skóga, en í skýrsl­unni er bent á að úr því þurfi að bæta sem fyrst.

Ein­stök nátt­úra

Íslensk nátt­úra hefur mikla hnatt­ræna sér­stöðu, ekki síst vegna legu lands­ins. Þrátt fyrir að mikið af gróðri og jarð­vegi hafi tap­ast frá land­námi, fyrst og fremst vegna alda­langrar ósjálf­bærrar land­nýt­ing­ar, eigum við enn ein­staka nátt­úru sem hefur að geyma sér­staka fjöl­breytni sem ekki má tala niður og fórna í nafni aðgerða í lofts­lags­mál­um. Verndun þess sem hefur varð­veist og end­ur­heimt vist­kerfa eru því lyk­il­að­gerðir sem sam­eina best mark­miðin tvö: vist­fræði­lega bind­ingu kolefnis og verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni. Aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum þarf að taka mið af þessu með mun skýr­ari hætti en raun ber vitni.

Öll skóg­rækt sett undir einn hatt í nafni aðgerða í lofts­lags­málum

Í smíðum er lands­á­ætlun um skóg­rækt sem hefur skort sár­lega í ljósi þess að æ fleiri bændur hafa hug á að fara út í nytja­skóg­rækt. Verk­efnið er enn brýnna nú vegna fyr­ir­hug­aðrar efl­ingar skóg­ræktar sem hluta af aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­mál­um. En aðgerða­á­ætl­unin gerir því miður lít­inn grein­ar­mun á mis­mun­andi skóg­rækt og því þarf ekki að koma á óvart að í fyrstu drögum um lands­á­ætlun um skóg­rækt sem lögð voru fram til umsagnar var mikil áhersla lögð á nytja­skóg­rækt og lítið sem ekk­ert hugað að líf­fræði­legri fjöl­breytni.

Nytja­skóg­rækt á rétt á sér eins og önnur form land­bún­aðar og hana þarf að skipu­leggja sem slíka. Nytja­skóg­rækt er hins vegar ekki vel til þess fallin að ná sam­eig­in­legum mark­miðum í lofts­lags­málum og verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni eins og bent var á í skýrslu IPCC og IPBES. Þar að auki gera lands­á­ætl­un­ar­drögin ráð fyrir að nota í auknum mæli teg­undir sem hafa verið skil­greindar ágengar víða erlendis og eru farnar að sýna skýr merki um ágengni í nágranna­löndum okk­ar. Þetta eru stafa­fura (Sví­þjóð, Írland) og sitka­greni (svart­li­stuð í Nor­egi frá 2012). Báðar þessar teg­undir eru þegar í mik­illi ræktun hér á landi og eru því komnar til að vera. Þær eru einnig farnar að sá sér út fyrir skipu­lögð skóg­rækt­ar­svæði og því þarf að setja strangar reglur um notkun þeirra til að koma í veg fyrir að þær ógni frekar líf­fræði­legri fjöl­breytni lands­ins.

Von­andi ber okkur gæfa til að gera lands­á­ætlun um skóg­rækt sem tekur mið af öllum þessum atrið­um. Til að það geti orðið þarf að koma á sam­tali milli þeirra aðila sem vinna að lands­á­ætlun um skóg­rækt og þeirra sem vinna að verndun líf­fræði­legrar fjöl­breytni. Enn fremur þurfa stjórn­völd að sýna meiri ábyrgð við stefnu­mótun um þessi mál.

Lærum af reynsl­unni, leysum ekki eitt vanda­mál með því að skapa annað stærra

Vísir að slíku sam­tali fór fram í vel sóttri mál­stofu um skóg­rækt og lofts­lags­breyt­ingar á Líf­fræði­ráð­stefn­unni 2021 þar sem full­trúar skóg­ræktar kynntu gagn­legar upp­lýs­ingar og sín sjón­ar­mið. Þessu sam­tali þarf að halda áfram til að afstýra því að fram­kvæmdir í nafni aðgerða­á­ætl­unar rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum ógni líf­fræði­legri fjöl­breytni lands­ins. Við megum ekki við því að leysa eitt brýnt vanda­mál með því að skapa annað stærra. End­ur­tökum ekki mis­tökin frá sjö­unda ára­tug síð­ustu aldar þegar ráð­ist var í víð­feðma fram­ræslu mýra í nafni bættrar land­nýt­ing­ar! „Við vissum ekki bet­ur“ dugði sem afsökun for­eldra­kyn­slóða okk­ar. „Við vissum ekki bet­ur“ dugar okkur ekki sem afsökun gagn­vart kom­andi kyn­slóð­um. Við vitum bet­ur!

*Pörtner, H.O., og fleiri. 2021. IPBES-IPCC co-­sponsored works­hop report on biodi­versity and climate change; IPBES and IPCC. DOI:10.5281/zen­odo.4782538.