9. mars 2023

Skógrækt í landi Stóru-Drageyrar og í Bakkakoti í Skorradalshreppi

Vorið 2022 hóf Skógræktin undirbúningsframkvæmdir fyrir gróðursetningu trjáplantna bæði á Stóru-Drageyri og í Bakkakoti í Skorradal en Skógræktin fer með umráð og nýtingu beggja jarðanna. Framkvæmdir voru hins vegar stöðvaðar hinn 4. júní 2022 af lögreglu að beiðni hreppsnefndar Skorradalshrepps þar sem ekki hafði verið aflað framkvæmdaleyfis. Skógræktin kærði höfnun framkvæmdaleyfis í ágúst 2022 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem nú hefur úrskurðað í málinu.

Úrskurðarorð nefndarinnar eru:
Hafnað er kröfu kæranda um að felldar verði úr gildi ákvarðanir hreppsnefndar Skorradalshrepps um að hafna umsóknum um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á jörðunum Stóru Drageyri og Bakkakoti, sjá nánar hér.