Tillaga stjórnar að uppfærðum samþykktum VÍN
1. gr.
Félagið heitir Vinir íslenskrar náttúru, skammstafað VÍN. Félagið starfar samkvæmt lögum nr. 110/2021 um félög til almannaheila.
2. gr.
Tilgangur félagsins er að vernda íslenska náttúru. Félagið leggur áherslu á að koma í veg fyrir skaðleg áhrif framandi tegunda í íslenskri náttúru og að stuðla að endurheimt náttúrulegra vistkerfa. Félagið vinnur að því að allar ákvarðanir sem snerta náttúru landsis séu teknar með tilliti til áhrifa þeirra á líffræðilega fjölbreytni, lífríki, menningarminjar, jarðminjar og ásýnd landsins.
Félagið aflar rekstrarfjár með styrkjum og frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum.
Helstu útgjöld félagsins eru kostnaður við skrifstofustörf, hugbúnað og vefþjónustu.
3. gr.
Félagið leggur áherslu að kynna og skapa umræðu um þau náttúruverndarmál sem efst eru á baugi hverju sinni og að veita aðgang að faglegu og vönduðu efni sem byggt er á vísindalegum grunni.
Tilgangi sínum nær félagið með því að miðla upplýsingum um þessi mál í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og á vef félagsins, með því að veita umsagnir um áætlanir, frumvörp til laga og reglugerðir er lúta að náttúruvernd og með því að veita sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum aðhald hvað varðar aðgerðir sem skaða náttúru landsins.
4. gr.
Aðild að félaginu er öllum opin og engin félagsgjöld eru innheimt.
5. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.
6. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. apríl ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Til almennra félagsfunda skal boða með sama hætti og aðalfundar. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
4. Breytingar á samþykktum félagsins.
5. Kosning stjórnar
6. Kosning endurskoðenda
7. Önnur mál
7. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð allt að 7 mönnum, formanni og allt að 6 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Einnig skal kjósa allt að fjóra varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.
Til almennra félagsfunda skal boða með sama hætti og aðalfundar.
8. gr.
Á aðalfundi skal kjósa tvo endurskoðendur reikninga til eins árs úr hópi félagsmanna. Skulu þeir rannsaka reikninga félagsins fyrir hvert starfsár og leggja niðurstöður sínar fyrir aðalfund. Endurskoðendur má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna.
9. gr.
Reikningsár er almanaksárið. Stjórnin skal hafa lokið gerð ársreikninga og lagt fyrir endurskoðendur eigi síðar en einum mánuði fyrir aðalfund.rsreikninga og lagt fyrir endurskoðanda, skoðunarmann eða trúnaðarmann eigi síðar en einum mánuði fyrir aðalfund.
10. gr.
Engin félagsgjöld eru innheimt. Félagsmenn bera ekki persónulega ábyrgð á skuldum eða öðrum skuldbindingum félagsins.
11. gr.
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til þeirra góðgerðarmála sem ákveðin verða á slitafundi.
12. gr.
Þar sem ákvæði þessara samþykkta segja ekki til um hvernig með mál skuli farið skal hlíta ákvæðum laga nr. 110/2021 um félög til almannaheilla, svo og öðrum lagaákvæðum er við geta átt.
Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi 18. 3. 2025
Staður, dd.mm.áááá.
Undirritun (formaður / prókúruhafi).