Loftslagsskuldbindingar Íslands
Góð samantekt Hrafnhildar Bragadóttur á helstu skuldbindingum Íslands sem varða samdrátt í nettólosun gróðurhúsalofttegunda. Í landsframlagi gagnvart Parísarsamningnum kemur fram að Ísland vinni með ESB, aðildarríkjum þess og Noregi að sameiginlegu markmiði um 55% samdrátt í nettólosun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030, miðað við 1990. Samvinnan felur í sér að Ísland tekur þátt í þremur lykilkerfum ESB sem ætlað er að draga úr nettólosun í Evrópu: kerfi um skiptingu ábyrgðar, landnotkunarkerfi og viðskiptakerfi með losunarheimildir.