Rætt við Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur í Morgunútvarpinu
„Skógrækt er ekki alltaf sjálfsögð sem loftslagsaðgerð,“ nefndi Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor í vistfræði við HÍ fyrir nokkru í blaðagreinum og taldi jafnframt að ef ekki yrði rétt að málum staðið væri hætt við að ný og oft ófyrirséð vandamál skapist. Morgunútvarpið tók aftur upp þráðinn með Ingibjörgu Svölu í kjölfar umræðunnar um verkefnið sem Carbon Yggdrasill stendur að við Saltvík í Norðurþingi. Viðtalið hefst 00:31:18 inn í upptökuna.