Vísir 28. september 2024

Græn vindorka

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir: „Með hugtakinu græn orka hljótum við að eiga við, ekki eingöngu að orka sé endurnýjanleg, heldur hljótum við að eiga við það sem kallað er sjálfbær orka. Hugtakið sjálfbær orka felur ekki einvörðungu í sér að orkan komi úr endurnýjanlegum auðlindum, heldur jafnframt að hún sé nýtt hóflega og án verulegra neikvæðra áhrifa á umhverfi og samfélag.“