Náttúrufræðistofnun 2. desember 2025

Mikilvægt innlegg í umræðu um útbreiðslu stafafuru á Íslandi

Í tímaritinu New Forests var í dag var birt svargrein eftir hóp íslenskra sérfræðinga þar sem fjallað er um vistfræðilegar afleiðingar útbreiðslu stafafuru (Pinus contorta) á Íslandi og brugðist við nýlegri grein eftir Riege o.fl. (2025), sem fjallar um vöxt og kolefnisbindingu tegundarinnar. Höfundar leggja áherslu á að niðurstöður um hraðan vöxt og lífmassa stafafuru verði ekki túlkaðar án þess að tekið sé tillit til umfangsmikilla upplýsinga um vistfræðileg áhrif tegundarinnar. Rannsóknir sýna að stafafura er þegar farin að breiðast hratt út úr skógræktarlöndum og ryður sér inn í náttúruleg vistkerfi þar sem hún dregur úr fjölbreytileika æðplantna, breytir gróðurfari og hefur áhrif á búsvæði fugla.