Bann við grænþvotti

Mynd: Borgþór Magnússon

Fróðlegt í miðlum

Heimildin 17. maí 2024

Vindorkuver á Íslandi – Stórslys í uppsiglingu?

„Í jafn land­miklu og strjál­býlu landi og Ís­land er, hlýt­ur að vera hægt að finna svæði þar sem byggja megi upp vindorku­ver með sem minnst­um nei­kvæð­um áhrif­um á nátt­úru og sam­fé­lög, sé vel og fag­lega að því stað­ið.“ segir Menja von Schmalensee, formaður Fuglaverndar.

Bændablaðið 16. maí 2024 (síða 20-22)

Rýnt í endurskinshæfni skóga

„Komið hefur fram í vísindagreinum að breyting á endurvarpi sólargeislunar gæti mögulega dregið úr áhrifum skógræktar sem loftslagsaðgerðar á vissum svæðum. Skoða þurfi svæðisbundin áhrif á endurkast af inngeislun sólar. Einhverjir hafa kallað þetta hræðsluáróður gegn skógrækt, aðrir segja að fara þurfi með aukinni gát.“

Kjarnaskógur.is 15. maí 2024

Kolefnissugur og endurskinshæfni gróðurlenda

„Það er alveg á mörkunum að endurskin og endurskinshæfni eigi heima í þessum pistil. Það er ljóst að það kemur heimshlýnun nánast ekkert við, heldur hefur aðeins áhrif á nærumhverfið“ skrifar Sigurður Arnarson. „Á því kunna þó að vera undantekningar. Þar sem lágt endurskin hefur verið notað sem rök gegn skógrækt til kolefnisbindingar er þörf á að fara aðeins ofan í saumana á þessu.“

Bann við grænþvotti 2026

Þann 17. janúar sl. samþykkti Evrópuþingið nýja tilskipun um neytendamál þar sem lagt er bann við að markaðssetja vörur og þjónustu með villandi upplýsingum um kolefnisjöfnun. Þessa tilskipun eiga lönd evrópska efnahagssvæðisins að innleiða í sína löggjöf ekki síðar en 2026.

Kolefnisjafnaður fluttningabill

Þetta ætti að binda enda á þann grænþvott sem átt hefur stað hjá mörgum íslenskum fyrirtækjum í samvinnu við Kolvið. Það er hægt að kaupa gróðursetningu trjáa hjá Kolviði, og þar með framtíðar kolefnisbindingu, en það þýðir ekki að kaupandinn hafi kolefnisjafnað starfssemi sína. Flutningabíllinn hér að ofan hefur ekki verið kolefnisjafnaður!

Aukin meðvitund um þetta hefur orðið til þess að t.d. Icelandair hefur lagt niður reiknivél sína um kolefnisjöfnun flugferða og Toyota hefur lokað síðunni Sporlaus þar sem sagt var að kaupendur hybrid-bíla gætu notið þess að aka án þess að skilja kolefnisspor eftir sig. Vonandi mun Stjórnarráðið gera hið sama á þessu ári eftir ábendingu VÍN um grænþvott síðustu ára.

Rétt er að taka það fram að Kolviður notar ekki lengur hugtakið kolefnisjöfnun i markaðssetningu. En viðskiptavinirnir verða líka að hætta að gera það. Sölufélag garðyrkjumanna vinnur sjálfsagt vel að umhverfismálum en staðhæfingar þeirra um kolefnisjöfnun standast ekki skoðun.

Sigfús Bjarnason
sigfus@natturuvinir.is

Áskrift
Notify of
guest
0 Comments
Inline Feedbacks
Skoða allar athugasemdir