Bann við grænþvotti

Mynd: Borgþór Magnússon

Fróðlegt í miðlum

Morgunblaðið 15. júlí 2024

Skiptar skoðanir um nýjan skóg

Yggdras­ill Car­bon hef­ur hafið skóg­rækt ofan Salt­vík­ur, rétt sunn­an við Húsa­vík. Skipt­ar skoðanir eru um skóg­inn. For­stöðumaður Nátt­úru­stofu Norðaust­ur­lands tel­ur að sveit­ar­stjórn Norðurþings hafi ekki hlustað á rök stofn­un­ar­inn­ar um vernd­un nátt­úru og fugla­lífs á svæðinu.
Sjá einnig Færðu verkefnasvæðið þrisvar vegna fuglalífs.

Carbon Market Watch | 2. júlí 2024

Why carbon offsetting undermines climate targets

Sameiginleg yfirlýsing 80 umhverfis- og náttúruverndarsamtaka, þar á meðal Náttúruverndarsamtök Íslands, þar sem þau lýsa áhyggjum sínum á slökun á reglum um notkun kolefnisheimilda í jöfnunarskyni.

Heimildin 17. maí 2024

Vindorkuver á Íslandi – Stórslys í uppsiglingu?

„Í jafn land­miklu og strjál­býlu landi og Ís­land er, hlýt­ur að vera hægt að finna svæði þar sem byggja megi upp vindorku­ver með sem minnst­um nei­kvæð­um áhrif­um á nátt­úru og sam­fé­lög, sé vel og fag­lega að því stað­ið.“ segir Menja von Schmalensee, formaður Fuglaverndar.

Bann við grænþvotti 2026

Þann 17. janúar sl. samþykkti Evrópuþingið nýja tilskipun um neytendamál þar sem lagt er bann við að markaðssetja vörur og þjónustu með villandi upplýsingum um kolefnisjöfnun. Þessa tilskipun eiga lönd evrópska efnahagssvæðisins að innleiða í sína löggjöf ekki síðar en 2026.

Kolefnisjafnaður fluttningabill

Þetta ætti að binda enda á þann grænþvott sem átt hefur stað hjá mörgum íslenskum fyrirtækjum í samvinnu við Kolvið. Það er hægt að kaupa gróðursetningu trjáa hjá Kolviði, og þar með framtíðar kolefnisbindingu, en það þýðir ekki að kaupandinn hafi kolefnisjafnað starfssemi sína. Flutningabíllinn hér að ofan hefur ekki verið kolefnisjafnaður!

Aukin meðvitund um þetta hefur orðið til þess að t.d. Icelandair hefur lagt niður reiknivél sína um kolefnisjöfnun flugferða og Toyota hefur lokað síðunni Sporlaus þar sem sagt var að kaupendur hybrid-bíla gætu notið þess að aka án þess að skilja kolefnisspor eftir sig. Vonandi mun Stjórnarráðið gera hið sama á þessu ári eftir ábendingu VÍN um grænþvott síðustu ára.

Rétt er að taka það fram að Kolviður notar ekki lengur hugtakið kolefnisjöfnun i markaðssetningu. En viðskiptavinirnir verða líka að hætta að gera það. Sölufélag garðyrkjumanna vinnur sjálfsagt vel að umhverfismálum en staðhæfingar þeirra um kolefnisjöfnun standast ekki skoðun.

Sigfús Bjarnason
sigfus@natturuvinir.is

Áskrift
Notify of
guest
0 Comments
Elst
Nýjast
Inline Feedbacks
Skoða allar athugasemdir