Færri lóur kveða burt snjóinn
Tugþúsundir mófugla tapa búsvæðum sínum ef öll þau 7.000 sumarhús sem búið er að samþykkja skipulag fyrir á landinu verða byggð. Mófuglum stendur einnig hætta af vegagerð, skógrækt og vindorkuverum. Forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi segir að ef fram heldur sem horfir verði mófuglar að mestu farnir eftir hálfa öld. Þessu er greint frá þessu á nýjum vef þar sem lesa má um áhrif landnotkunar á afkomu mófugla.