Fjölbreytni í náttúru Íslands
Rannveig Magnúsdóttir, vistfræðingur hjá Landvernd og Biodice, og stjórnarmaður í VÍN, skrifar: „Líffræðileg fjölbreytni er forsenda heilbrigðra vistkerfa sem eru undirstaða lífkerfa jarðar. Ef mannkynið ætlar sér að búa áfram á jörðinni þarf það að semja frið við náttúruna og vinna markvisst að því að stöðva hrun og endurreisa náttúru. Einstök náttúra Íslands á undir högg að sækja úr öllum áttum en er sannarlega þess virði að bjarga og hlúa að.“