Morgunblaðið 17. júní 2023 (og fleiri miðlar)
Forstöðumaður Lands og skóga
Land og skógur er ný stofnun sem fer með málefni landgræðslu og skógræktar. Stofnunin verður starfrækt samkvæmt nýsamþykktum lögum um Land og skóg þar sem tvær stofnanir, Landgræðslan og Skógræktin, eru sameinaðar í eina stofnun. Auglýst er eftir framsýnum stjórnanda til að leiða stofnunina í kjölfar sameiningar. Einstaklingi sem hefur ótvíræða leiðtogafærni, þekkingu, reynslu og uppfyllir tilgreindar hæfniskröfur.