Hvernig viljum við hafa skógana okkar?
Eiríkur Þorsteinsson skrifar á mbl.is: „Nú erum við farin að selja nýja afurð úr skóginum sem byggist á því CO2 sem skógurinn dregur í sig. Kolefnisjöfnunin er seld í formi aflausnarbréfa sem skógur er síðan ræktaður fyrir. Slík skógrækt án framtíðarsýnar um nytjar skóga er skammsýn. Timburafurðin og umhverfið eru ekki í aðalhlutverki og dýralífið breytist. Það verða til skógar, en eru það skógarnir sem við viljum eða eru þeir á þeim stöðum sem við viljum hafa skóga sem við getum nýtt til framtíðar?“