Ríkisútvarpið (Samfélagið) 28. apríl 2023
Kolefnisbinding og kolefnisjöfnun
„Við ætlum að velta fyrir okkur kolefnisbindingu og kolefnisjöfnun og hverju það a að skila. Það er töluvert deilt um þessi mál, þau tengjast mikið inn í umræður um skógrækt og landgræðslu og hvaða stefnu Íslendingar eiga að taka í þeim efnum. Árni Finnsson formaður náttúruverndarsamtaka Íslands og einn stofnfélaga VÍN - sem eru vinir íslenskrar náttúru og Hreinn Óskarsson hjá skógræktinni, skógfræðingur og sviðsstjóri þjóðskóga líta þessi mál ólíkum augum. Við tölum við þá.“