Bændablaðið 15. janúar 2026, bls. 38
Sjálfbær landnýting fyrir líffræðilega fjölbreytni
Brindís Marteinsdóttir skrifar: Því miður blasir við að líffræðileg fjölbreytni er víða í hnignun. Orsakirnar eru að stórum hluta manngerðar: ósjálfbær landnýting, eyðing búsvæða, mengun, ágengar framandi tegundir og loftslagsbreytingar. Óþörf framræsla mýra hefur dregið úr búsvæðum votlendisfugla, jarðvegseyðing hefur haft áhrif á gróður og hlýnun sjávar hefur bitnað á fuglastofnum eins og lunda. Þetta eru ekki fjarlæg vandamál. Þau snerta landbúnað, byggðir og afkomu fólks.