Bændablaðið 24. apríl 2024 (bls. 26)
Vöktun íslenskra skóga viðamest –Vistkerfi blandaðra og misgamalla skóga rannsakað
Í viðtlai við Brynjar Skúlason, sem stýrir sviði rannsókna og þróunar hjá Land og skógi, segir hann frá verkefnum í rannsóknum og þróun innan stofnunarinnar. Nýhafið er umfangsmikið rannsóknarverkefni á vistkerfi skóga sem innihalda mismunandi trjátegundir og eru á mismunandi aldri, með áherslu á líffjölbreytni. Brynjar segir aukna áherslu verða á líffjölbreytni tengda ræktun og endurheimt vistkerfa í framtíðinni og rannsóknarstarf muni taka mið af því.