Dæmi um skjólbelti beggja vegna vegar sem spillir útsýni ferðamanna og fjallasýn. Spóastaðir-Hrosshagi Biskupstungum.
Laugardalshreppur Laugardalur Hjálmsstaðir. Hér hefur trjám verið plantað snyrtilega við bæinn þannig útsýni frá bænum er gott og ekki heldur sýn að bænum.
Ásýnd lands við Litla-Skarð í Norðurárdal Borgarfirði hefur breyst mikið á síðustu árum. Árið 2024 sést ekki lengur að bænum og útsýni hefur spillst verulega.
Áhrif á færð og umferðaröryggi
Tré við vegi geta haft veruleg áhrif á öryggi þeirra sem um veginn fara. Tré sem eru illa staðsett geta t.d. hindrað yfirsýn ökumanna og þannig skapað hættu. Einnig er mikilvægt að gróðursetja ekki tré við vegi þannig að þau skapi hættu við útafakstur. Við gróðursetningu þarf eining að huga að því hvort trén muni valda snjósöfnun á vegi og geti þannig hindrað umferð, sjá t.d. Skaflar á nokkrum vegum í Árnessýslu.
Vegur 35, Biskupstungnabraut, við Múla. Hér hafa aspir og viðja valdið því að dregið hefur í skafla á veginum. Ljósm. SHM 20. 12. 2022.
Hrunamannahreppur tré með vegum umferðarslys. Ljósm. SHM 18. 5. 2023.
Hrunamannahreppur tré með vegum umferðarslys. Ljósm. SHM 18. 5. 2023.