Vinir
íslenskrar náttúru

Mynd: Sigurður H. Magnússon

Rétt tré á réttum stað!

VÍN kynnir leiðbeiningar um val á landi til skógræktar á vefsjá félagsins

20. nóvember 2025 | Sveinn Runólfsson

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

„Ísland er eitt þeirra landa í heiminum þar sem hvað mest hefur verið gengið á náttúruna. Við erum enn að spilla náttúrunni, skaða loftslagið og heilsu okkar í áður óþekktum mæli. Núverandi skógrækt og starfshættir þjóna hvorki íslensku þjóðinni né umhverfinu. Brýnt er að skógrækt á Íslandi verði stjórnað með það að markmiði að draga úr skaða hennar á lífríki landsins og að auka umhverfis- og samfélagslegan ávinning sem hún getur og á að veita.“

25. október 2025 | Roger Crofts

Vandi Íslands til framtíðar – hugleiðingar erlends vinar

„Í umræðunni um náttúruvernd annars vegar og uppbyggingu endurnýjanlegrar orku hins vegar hefur síðarnefnda sjónarmiðinu vaxið verulega fiskur um hrygg. Grundvallarspurningum er ekki svarað og nýjar nálganir hafa ekki verið ákvarðaðar.“

VÍN leggur áherslu á að koma í veg fyrir skaðleg áhrif framandi og ágengra tegunda í íslenskri náttúru. Skráðu þig til að fylgjast með starfinu og taka virkan þátt í því ef þú vilt. Engin félagsgjöld eru innheimt.

Registration form

Styrkja má félagið með millifærslu á reikning Vina íslenskrar náttúru:
Bankareikningur: 0325 26 002974

Kennitala: 6112221570

Notaðu eyðublaðið hér að neðan ef þú vilt senda okkur viðbótarupplýsingar um styrkinn. Þú getur líka sent okkur tölvupóst á netfangið skrifstofa@natturuvinir.is

Message form

VÍN er almannaheillafélag. Þeir sem styrkja VÍN geta fengið skattaafslátt samkvæmt reglum Skattsins. VÍN sér um að koma upplýsingunum til skila.

Hefur þú spurningar til VÍN eða vilt þú koma einhverju á framfæri? Sendu okkur línu og við munum svara mjög fljótlega. Þú getur líka sent okkur tölvupóst á netfangið skrifstofa@natturuvinir.is

Message form

Náttúrufræðistofnun 2. desember 2025

Mikilvægt innlegg í umræðu um útbreiðslu stafafuru á Íslandi

Í tímaritinu New Forests var í dag var birt svargrein eftir hóp íslenskra sérfræðinga þar sem fjallað er um vistfræðilegar afleiðingar útbreiðslu stafafuru (Pinus contorta) á Íslandi og brugðist við nýlegri grein eftir Riege o.fl. (2025), sem fjallar um vöxt og kolefnisbindingu tegundarinnar. Höfundar leggja áherslu á að niðurstöður um hraðan vöxt og lífmassa stafafuru verði ekki túlkaðar án þess að tekið sé tillit til umfangsmikilla upplýsinga um vistfræðileg áhrif tegundarinnar. Rannsóknir sýna að stafafura er þegar farin að breiðast hratt út úr skógræktarlöndum og ryður sér inn í náttúruleg vistkerfi þar sem hún dregur úr fjölbreytileika æðplantna, breytir gróðurfari og hefur áhrif á búsvæði fugla.

Bændablaðið 20. nóvember 2025, bls. 46-47

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Sveinn Runólfsson, formaður VÍN, skrifar: „Skógar eiga að vera griðastaður náttúru og fólks, fjölbreyttir og þolnir, og sjá okkur fyrir skjóli þar sem það á við með sjálfbærum hætti. Við þurfum öll að vinna saman að því sameiginlega markmiði að tryggja skógrækt sem hámarkar almannaheill og verndar líffræðilega fjölbreytni.“

VÍN 22. nóvember 2025

Útbreiðsla sjálfsáinnar stafafuru

Glærur Árna Valdasonar á félagsfundi VÍN 18. nóvember 2025

Bylgjan 15. apríl 2025

Líst ekkert á blikuna í skógrækt á Íslandi

Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri og formaður VÍN, var á línunni í Bítinu á Bylgjunni og gagnrýndi kolefnaskógrækt.

Sveinn Runólfsson á Bylgjunni

Tröllin móta sjóndeildarhringinn. Mynd: Andrés Arnalds

Nýtt frá VÍN

Sjá bréfið hér.

Sveinn Runólfsson, formaður stjórnar VÍN, skrifar í Bændablaðið 29. ágúst 2024 (bls. 44).

,,Þeir sem standa fyrir og bera ábyrgð á þessum hernaði gegn náttúru landsins með óheftri skógrækt til kolefnisbindingar verða að svara hvers vegna þeir stunda þessa harkalegu jarðvinnslu. Þeim ætti að vera ljóst að þegar tegundaríku landi með kolefnisríkum jarðvegi er rústað og engar raunverulegar mælingar gerðar á kolefnisbúskap eða úttekt á líffræðilegri fjölbreytni munu skógræktarverkefnin ekki uppfylla þær gæðakröfur sem krafist er til vottunar. Án vottunar verða engar söluhæfar kolefniseiningar framleiddar og landeigandinn fær ekki tekjur af verkefninu.

Stjórn VÍN sendi bréf til Yggdrasils Carbon með eftirfarandi spurningum:

  • Skógræktarsvæðið við Saltvík í Norðurþingi er ríkt mólendi, hvað varðar plöntur og fuglalíf, á tiltölulega kolefnisríkum jarðvegi. Telur Yggdrasill Carbon það samrýmast verndun líffræðilegrar fjölbreytni að rækta skóg með framandi tegundum á slíku svæði?
  • Kannaði fyrirtækið möguleikann á að vinna frekar að kolefnisbindingu með endurheimt vistkerfa en með skógrækt með framandi tegundum barrtrjáa – og hvort hægt væri að vinna að vottun verkefnisins sem Gold Standard verkefni frekar en að nota staðla Skógarkolefnisverkefnis? Af hverju var síðari leiðin farin?
  • Er fyrirtækinu kunnugt um að skógræktarverkefni sem byggja á einræktun, með sömu trjátegund á sama aldri á stórum svæðum, muni ekki geta fallið undir vottunarramma ESB fyrir kolefnisbindingu?
  • Samkvæmt Skógarkolefni 2.0 skal í ræktunaráætlun rökstyðja hvernig stuðlað verður að myndun fjölbreyttra skógarvistkerfa og hvernig staðið verður að eftirliti með því. Telur fyrirtækið að ræktunaráætlun verkefnisins standist þessar kröfur?
  • Samkvæmt ofan nefndri greinargerð til sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að nota stafafuru, rússalerki og birki í hlutföllunum 60/30/10. Hafa áhrif verkefnisins á endurkast og ísog sólgeislunar verið metin og hvert jafngildi þeirra breytinga eru í kolefniseiningum?
  • Í umfjöllun Morgunblaðsins um verkefnið þann 15. júlí kemur fram að Yggdrasill Carbon muni gera grein fyrir þeirri losun sem fylgir jarðvinnslu í öllum gögnum um verkefnið og við vottun þess. Hvernig hyggst fyrirtækið mæla þessa losun? Ef slíkar mælingar eru hafnar, hverjar eru fyrstu niðurstöður þeirra?
  • Í þeim tveimur Skógarkolefnisverkefnum sem fyrirtækið hefur þegar fengið vottuð er því slegið fast fram að „Ræktun skógar á slíku landi auki kolefnisforða sem nemi vexti skógarins en ekki meira en það“. Samt sem áður er reiknað með umtalsverðri kolefnisbindingu í jarðvegi í þessum verkefnum, nánar tiltekið 1,3 tonn CO2 á hektara á ári í 45 ár. Verður áætluð heildarbinding í Saltvík reiknuð á sama hátt og hvernig ætlar fyrirtækið í framtíðinni að sannreyna að þessi binding hafi átt sér stað?

Sjá bréfið hér.

Stafafura í birkiskógi. Mynd: Sigurður H. Magnússon