Græn vindorka
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir: „Með hugtakinu græn orka hljótum við að eiga við, ekki eingöngu að orka sé endurnýjanleg, heldur hljótum við að eiga við það sem kallað er sjálfbær orka. Hugtakið sjálfbær orka felur ekki einvörðungu í sér að orkan komi úr endurnýjanlegum auðlindum, heldur jafnframt að hún sé nýtt hóflega og án verulegra neikvæðra áhrifa á umhverfi og samfélag.“
Loftslagsaðgerðir verða að vernda líffræðilega fjölbreytni
„Almennt er afar óheppilegt að byggja markað með kolefniseiningar á bindingu koltvísýrings í vistkerfum“ skrifar Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor í vistfræði við Háskóla Íslands.
Fjölbreytni í náttúru Íslands
Rannveig Magnúsdóttir, vistfræðingur hjá Landvernd og Biodice, og stjórnarmaður í VÍN, skrifar: „Líffræðileg fjölbreytni er forsenda heilbrigðra vistkerfa sem eru undirstaða lífkerfa jarðar. Ef mannkynið ætlar sér að búa áfram á jörðinni þarf það að semja frið við náttúruna og vinna markvisst að því að stöðva hrun og endurreisa náttúru. Einstök náttúra Íslands á undir högg að sækja úr öllum áttum en er sannarlega þess virði að bjarga og hlúa að.“
Rætt við Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur í Morgunútvarpinu
„Skógrækt er ekki alltaf sjálfsögð sem loftslagsaðgerð,“ nefndi Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor í vistfræði við HÍ fyrir nokkru í blaðagreinum og taldi jafnframt að ef ekki yrði rétt að málum staðið væri hætt við að ný og oft ófyrirséð vandamál skapist. Morgunútvarpið tók aftur upp þráðinn með Ingibjörgu Svölu í kjölfar umræðunnar um verkefnið sem Carbon Yggdrasill stendur að við Saltvík í Norðurþingi.
Viðtalið hefst 00:31:18 inn í upptökuna.
Eru framkvæmdir í Saltvík loftslagsvænar?
Ólafur S. Andrésson skrifar: Framkvæmdir Yggdrasils í Saltvík hafa þau meginmarkmið að binda koltvísýring (CO2) úr lofti og vinna þannig gegn lofslagshlýnun. Færa má rök fyrir því að framkvæmdirnar geri svo alls ekki, heldur þvert á móti! Auk þess valda þær skaða á verðmætri náttúru.
Lággróður betri en skógur til kolefnisbindingar sé horft til lengri tíma
Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor í landnýtingu, segir að þegar horft er til langs tíma sé lággróður líkt og sá sem plægður var burt í Saltvík við Húsavík betri til bindingar á kolefnum en skógur. Sérstaklega þar sem endurplanta þurfi slíkum skógum á 50 til 70 ára fresti til þess að hámarka kolefnisbindingu.
Sjá einnig í fréttum sjónvarpsins: Raska landi fyrir kolefnisjöfnun
Skiptar skoðanir um nýjan skóg
Yggdrasill Carbon hefur hafið skógrækt ofan Saltvíkur, rétt sunnan við Húsavík. Skiptar skoðanir eru um skóginn. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands telur að sveitarstjórn Norðurþings hafi ekki hlustað á rök stofnunarinnar um verndun náttúru og fuglalífs á svæðinu.
Sjá einnig Færðu verkefnasvæðið þrisvar vegna fuglalífs.
Carbon Market Watch | 2. júlí 2024
Why carbon offsetting undermines climate targets
Sameiginleg yfirlýsing 80 umhverfis- og náttúruverndarsamtaka, þar á meðal Náttúruverndarsamtök Íslands, þar sem þau lýsa áhyggjum sínum á slökun á reglum um notkun kolefnisheimilda í jöfnunarskyni.
Vindorkuver á Íslandi – Stórslys í uppsiglingu?
„Í jafn landmiklu og strjálbýlu landi og Ísland er, hlýtur að vera hægt að finna svæði þar sem byggja megi upp vindorkuver með sem minnstum neikvæðum áhrifum á náttúru og samfélög, sé vel og faglega að því staðið.“ segir Menja von Schmalensee, formaður Fuglaverndar.
Bændablaðið 16. maí 2024 (síða 20-22)
Rýnt í endurskinshæfni skóga
„Komið hefur fram í vísindagreinum að breyting á endurvarpi sólargeislunar gæti mögulega dregið úr áhrifum skógræktar sem loftslagsaðgerðar á vissum svæðum. Skoða þurfi svæðisbundin áhrif á endurkast af inngeislun sólar. Einhverjir hafa kallað þetta hræðsluáróður gegn skógrækt, aðrir segja að fara þurfi með aukinni gát.“
Kolefnissugur og endurskinshæfni gróðurlenda
„Það er alveg á mörkunum að endurskin og endurskinshæfni eigi heima í þessum pistil. Það er ljóst að það kemur heimshlýnun nánast ekkert við, heldur hefur aðeins áhrif á nærumhverfið“ skrifar Sigurður Arnarson. „Á því kunna þó að vera undantekningar. Þar sem lágt endurskin hefur verið notað sem rök gegn skógrækt til kolefnisbindingar er þörf á að fara aðeins ofan í saumana á þessu.“
Við erum ekki í Amazon – við erum á Íslandi
„Að mínu viti er ekki tilefni til að rífast mikið um þetta því hér eru á ferðinni niðurstöður rannsókna, sem birtar hafa verið í einu virtasta vísindatímariti heims,“ segir Pawel Wasowicz, doktor í grasafræði, sem starfar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „En við þurfum að ræða þetta og ræða hvaða þýðingu þetta gæti haft.“ Það þurfi að gera með málefnalegum hætti, á vísindalegum grunni og helst án mikillar tilfinningasemi.
Bændablaðið 24. apríl 2024 (bls. 50-51)
Mikilvægi og ábyrgð sveitarfélaga við vernd líffræðilegrar fjölbreytni
Bændablaðið 24. apríl 2024 (bls. 26)
Vöktun íslenskra skóga viðamest –Vistkerfi blandaðra og misgamalla skóga rannsakað
Í viðtlai við Brynjar Skúlason, sem stýrir sviði rannsókna og þróunar hjá Land og skógi, segir hann frá verkefnum í rannsóknum og þróun innan stofnunarinnar. Nýhafið er umfangsmikið rannsóknarverkefni á vistkerfi skóga sem innihalda mismunandi trjátegundir og eru á mismunandi aldri, með áherslu á líffjölbreytni. Brynjar segir aukna áherslu verða á líffjölbreytni tengda ræktun og endurheimt vistkerfa í framtíðinni og rannsóknarstarf muni taka mið af því.
Viðhorfsbreytingar í skógrækt
„Þegar meta skal loftslagsáhrif skógræktar er því ekki nóg að reikna út hve mikið skógurinn hafi bundið af CO2, heldur þarf einnig að skoða hvaða breytingar verða á endurskini sólarljóss þegar trjáplönturnar vaxa úr grasi,“ skrifar Ólafur S. Andrésson lífefnafræðingur og prófessor emeritus um niðurstöður nýrrar rannsóknar á skógrækt sem loftslagsaðgerð.
Sjá líka færslu á Facebook síðu Heimildarinnar.
Varað við skógrækt sem loftslagsaðgerð í nýrri rannsókn
Í viðtali við Þóru Ellen Þórhallsdóttur, prófessors í grasafræði við Háskóla Íslands, er fjallað um nýlegar greinar í Nature og Science um áhrif skógræktar á endurskin: „Niðurstaðan úr báðum þessum greinum sem eru birtar í tveimur virtustu vísindatímaritum heims er að vara eindregið við skógrækt sem loftslagsaðgerð án þess að skoða svæðisbundnu áhrifin á endurkast af inngeislun sólar.“ segir Þóra Ellen.
Sjá nánar Nature communications: Accounting for albedo change to identify climate-positive tree cover restoration.
Loftslagsskuldbindingar Íslands
Góð samantekt Hrafnhildar Bragadóttur á helstu skuldbindingum Íslands sem varða samdrátt í nettólosun gróðurhúsalofttegunda.
Í landsframlagi gagnvart Parísarsamningnum kemur fram að Ísland vinni með ESB, aðildarríkjum þess og Noregi að sameiginlegu markmiði um 55% samdrátt í nettólosun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030, miðað við 1990. Samvinnan felur í sér að Ísland tekur þátt í þremur lykilkerfum ESB sem ætlað er að draga úr nettólosun í Evrópu: kerfi um skiptingu ábyrgðar, landnotkunarkerfi og viðskiptakerfi með losunarheimildir.
Telja fyrirhugaðan kolefnisskóg ógna fuglalífi
Tugir spóa-, heiðlóu- og rjúpnapara missa búsvæði sín ef verður af ræktun skógar í landi Saltvíkur í Norðurþingi. Náttúrustofa Norðausturlands hefur hvatt sveitarfélagið til þess að hætta við áformin, en framkvæmdaráð telur ekki ástæðu til.
Biodiversity Conference Nov 2023 – RGU Law School
Nature Futures – Where are we? What’s the agenda?
Fyrirlestur Rogers Crofts, fyrrverandi framkvæmdastjóra Scottish Natural Herritage, um náttúruverndarmál í Skotlandi. Roger er vel kynntur á Íslandi en hann hefur oft (33 sinnum!) komið til landsins, kynnt sér vel íslensk umhverfismál og haldið fjölda fyrirlestra hér á liðnum árum (sjá nánar hér)
Skógrækt er ekki alltaf sjálfsögð sem loftslagsaðgerð
„Ég skora á yfirvöld og sveitarfélög að endurskoða aðgerðaráætlanir sínar og skipulag um landnýtingu með það í huga að stöðva ósjálfbæra skógrækt í nafni loftslags,“ skrifar Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor í vistfræði. „Ef ekki er rétt að málum staðið er hætt við að ný og oft ófyrirséð vandamál skapist.“
Grænþvottur Stjórnarráðsins
Sigfús Bjarnason skrifar um kolefnisjöfnun Stjórnarráðsins. „Ef sömu rök væru notuð við gerð fjárlagafrumvarpa væri það hliðstæða þess að ríkissjóður væri talinn í jafnvægi ef útgjöld ársins væru jafn mikil og samanlagðar tekjur næstu 50 ára.“
DV (eyjan:is) 2. september 2023
Grenitrjáablæti
Óttar Guðmundsson skrifar: Isavia hefur krafist þess að greniskógurinn í Öskjuhlíð verði felldur eða grisjaður vegna flugöryggis. Margir hafa orðið til að mótmæla og talað um mikilvægi og fegurð þessa útivistarsvæðis. Venjulega er þar á ferð fólk sem aldrei hefur gengið á þennan torfæra hól í miðborg Reykjavíkur.
Á liðinni öld gekk yfir landið mikið skógræktaræði …
Skógrækt fyrir loftslag alls ekki sjálfsögð
„Mikilvægt er að skapa ekki ný umhverfisvandamál með því að planta ágengum tegundum í skógrækt og umbylta þannig ásýnd landsins. Þetta segir vistfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Þá er nauðsynleg að vernda líffræðilegan fjölbreytileika í landinu.“
Of Ashes and Evergreens
„However, the voluntary carbon market presents a tricky balancing act. On the one hand, the barrier to certification must be sufficiently low to encourage investment and participation, while on the other hand, standards must be high enough for these projects to actually have the impact they claim. Many early carbon sequestration projects were uncertified, meaning that they can’t be used on this voluntary market.“
Tímabært að endurskoða nýtingu Öskjuhlíðar burtséð frá flugöryggi
Kristbjörn Egilsson líffræðingur segir tímabært að endurskoða skóglendið í Öskjuhlíð. Skógurinn sé dimmur og illa hirtur. Fyrir áratug var efnt til samkeppni um framtíðaruppbyggingu svæðisins, hægt væri að nýta þær tillögur sem lausn á málinu.
Lagastofnun Háskóla Íslands 10. ágúst 2023
Málþing um kolefnismarkaði
Morgunblaðið 17. júní 2023 (og fleiri miðlar)
Forstöðumaður Lands og skóga
Land og skógur er ný stofnun sem fer með málefni landgræðslu og skógræktar. Stofnunin verður starfrækt samkvæmt nýsamþykktum lögum um Land og skóg þar sem tvær stofnanir, Landgræðslan og Skógræktin, eru sameinaðar í eina stofnun. Auglýst er eftir framsýnum stjórnanda til að leiða stofnunina í kjölfar sameiningar. Einstaklingi sem hefur ótvíræða leiðtogafærni, þekkingu, reynslu og uppfyllir tilgreindar hæfniskröfur.
Skógræktarstjóri segir fullyrðingar VÍN ekki standast skoðun
Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að fullyrðingar samtakanna VÍN og fyrrverandi landgræðslustjóra um skógrækt standist ekki skoðun. Ferðamenn sæki í skóginn og að hann auki öryggi við vegi.
„Það er ljóst að ásýnd lands breytist við skógrækt, líkt og við aðrar breytingar á landnotkun. Hvort sú ásýnd sé betri eða verri er háð smekk hvers og eins,“ segir Þröstur í umsögninni.
Innfluttar trjátegundir nauðsynlegar
Framkvæmdastjóri Landsamtaka skógareigenda segir að innfluttar tegundir nauðsynlegar til landgræðslu á Íslandi. Landnýting skipti meira máli en ferðamennska.
„Ef ég væri staddur á eyðieyju myndi ég ekki treysta á ferðamenn heldur landið,“ segir Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landsamtaka skógareigenda.
Skógrækt muni draga úr ferðamannastraumnum
Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir að há tré séu byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Sveitarstjórnir þurfi að standast þrýsting skógræktarfólks og skipuleggja svæði vel til að forðast frekari slys.
Sveinn nefnir Systrafoss við Kirkjubæjarklaustur sem dæmi. Foss sem hann telur vera einn þann fallegasta á landinu og dragi margan ferðamanninn að. En sitkagreni hefur verið plantað nærri allan hringinn í kringum fossinn sem eyðileggur útsýnið.
Sjá einnig bréf frá VÍN til Sambands íslenskra sveitarfélaga 14. apríl 2023 hér.
Morgunblaðið (Leiðari) 9. maí 2023
Skógar og útsýni – varað við að gerbreyta íslensku landslagi
„Einhvern tímann var sagt að ef maður villtist í íslenskum skógi væri gott ráð að standa upp. Þetta ráð dugar nú skammt og víða má nú sjá foldgná tré þar sem áður var berangur. Trjárækt er að gerbreyta íslensku landslagi og nú hefur félagið Vinir íslenskrar náttúru undir forustu Sveins Runólfssonar, fyrrverandi landgræðslustjóra, skrifað Sambandi íslenskra sveitarfélaga bréf, þar sem varað er við þróuninni.“
Sjá leiðarann hér (aðeins fyrir áskrifendur Morgunblaðsins)
Morgunblaðið 5 maí 2023 (bls. 10)
Einstakt útsýni skert
Vara við að stórfelld skógrækt muni hafa mikil áhrif á ásýnd landsins og útsýni • Sveitarfélög taki málið fyrir
Vinir ísenskrar náttúru (VÍN) hvetja sveitarfélög til að taka skipulag sívaxandi skógræktar föstum tökum. Útsýni hafi víða verið skert með plöntun trjáa á röngum stöðum. Útsýni sagt verðmæt en vanmetin auðlind.
Sjá bréf VÍN til Sambands íslenskra sveitarfélaga hér og hlusta á stutt yfirlit á Morgunvakt ríkisútvarpsins hér (byrjar 12:30)
Skógarkolefni 2.0 á nýjum vef
„Ný útgáfa birtist í dag af kröfusettinu Skógarkolefni sem stuðlar að samræmi í kolefnisverkefnum með nýskógrækt. Um leið var opnaður nýr vefur Skógarkolefnis á slóðinni skogarkolefni.is. Í tilefni Loftslagsdags Umhverfisstofnunar í Hörpu 4. maí hefur verið gefið út nýtt myndband þar sem lýst er mikilvægi kolefnisbindingar með skógrækt og ábyrgra kolefnisverkefna.“
Sjá myndbandið hér.
Ríkisútvarpið (Samfélagið) 28. apríl 2023
Kolefnisbinding og kolefnisjöfnun
„Við ætlum að velta fyrir okkur kolefnisbindingu og kolefnisjöfnun og hverju það a að skila. Það er töluvert deilt um þessi mál, þau tengjast mikið inn í umræður um skógrækt og landgræðslu og hvaða stefnu Íslendingar eiga að taka í þeim efnum. Árni Finnsson formaður náttúruverndarsamtaka Íslands og einn stofnfélaga VÍN – sem eru vinir íslenskrar náttúru og Hreinn Óskarsson hjá skógræktinni, skógfræðingur og sviðsstjóri þjóðskóga líta þessi mál ólíkum augum. Við tölum við þá.“
Svar ráðherra við fyrirspurn um kolefnisbókhald
Svar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Líneik Önnu Sævarsdóttur um samspil vottaðra kolefniseininga, sem seldar eru á frjálsum markaði, og loftslagsbókhalds Íslands.
Viðskiptablaðið 25. apríl 2023
Auknar kröfur um vottun kolefnisverkefna koma í veg fyrir grænþvott
Rannveig Anna Guicharnaud, liðsstjóri í sjálfbærniteymi Deloitte, og Gunnar Sveinn Magnússon, meðeigandi og yfirmaður sjálfbærniteymis Deloitte: „Stöðlun kolefnisverkefna og vottun þeirra tryggir að þau séu raunverulega til gagns og leiði vissulega til minnkunar koldíoxíðs í andrúmslofti.“
Hvað er alþjóðlegt?
Fjármálastjóri Skógræktarinnar fjallar um alþjóðlegar vottanir kolefniseininga þegar kemur að skógrækt.
Heimildin skrifar að greinin sé m.a. svar við gagnrýni tveggja stofnfélaga Vina íslenskrar náttúru. Samkvæmt höfundi greinarinnar er þetta ekki rétt.
Grænþvottur með kolefnisjöfnun?
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að það sé óábyrgt af hálfu stjórnvalda og forstöðumanna fyrirtækja að láta eins og kolefnisjöfnun sé prýðilegur valkostur við samdrátt í losun.
Jim Ratcliffe áhugasamur um verkefnið
Auðjöfurinn Jim Ratcliffe er á meðal þeirra sem hafa sýnt áhuga á verkefni Skógræktarinnar sem snýst um að koma á fót viðurkenndu ferli vottunar á bindingu kolefnis með nýskógrækt.
Verkefnið hefur gengið framar vonum og eru um 20 slík í undirbúningi á mismunandi stigum, að sögn Þrastar Eysteinssonar skógræktarstjóra.
Færri lóur kveða burt snjóinn
Tugþúsundir mófugla tapa búsvæðum sínum ef öll þau 7.000 sumarhús sem búið er að samþykkja skipulag fyrir á landinu verða byggð. Mófuglum stendur einnig hætta af vegagerð, skógrækt og vindorkuverum. Forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi segir að ef fram heldur sem horfir verði mófuglar að mestu farnir eftir hálfa öld.
Þessu er greint frá þessu á nýjum vef þar sem lesa má um áhrif landnotkunar á afkomu mófugla.
Bændablaðið 23. mars 2023, bls 50
Ágeng barrtré – Verðmæti eða vandamál?
Andrés Arnalds segir í Bændablaðinu að það megi „draga mikinn lærdóm af reynslu Nýsjálendinga. Þar er nú andvirði milljarða króna varið árlega til að verja landslag og lífríki fyrir innfluttum trjátegundum sem hafa verið að dreifast þar með veldisvaxandi hraða út frá ræktunarsvæðum sem kostuð voru af ríkinu.“
Sjá leiðréttingu á greininni og upplýsingar frá Nýja Sjálandi um þessi mál hér.
Ríkisútvarpið (Samfélagið) 17. mars 2023
Deilt um skógrækt á Íslandi
„Það er deilt töluvert um skógrækt á Íslandi, um umfang og tegundir trjáa sem er plantað. Við ætlum að reyna að skilja betur helstu átakalínur í þessari umræðu, fáum til okkar Þóru Ellen Þórhallsdóttur, plöntuvistfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands og Eddu Sigurdís Oddsdóttur sviðstjóri rannsóknasviðs hjá Skógræktinni“
Ábyrg kolefnisbinding – Forsendur og vottun
Andrés Arnalds segir að það ógagnsæja og hagsmunatengda kerfi sem nú sé við lýði, og komi hvað skýrast fram í skógrækt vegna kolefnisbindingar, sé ekki boðlegt í samfélagi nútímans. Afleiðingarnar séu víðtækar.
Telur fyrirtæki fara frjálslega með hugtakið kolefnisjöfnun
Skógræktastjóri telur fyritæki fara heldur frjálslega með hugtakið kolefnisjöfnun þegar þau bjóða viðskiptavinum að setja fé í óvottuð verkefni sem óljóst er hvað skili mikilli bindingu.
Hugarfarsbreyting gagnvart hamfarahlýnun
Grein eftir Tinnu Hallgrímsdóttur, umhverfis- og auðlindafræðings og forseta Ungra umhverfissinna. „Við þurfum að nálgast loftslagsvandann með hugarfari sem viðurkennir hversu brýnt ástandið er, hversu mikla getu við höfum til breytinga, og allan þann ávinning sem af því hlýst.“
Samstöðin (Rauða borðið) 28. febrúar 2023
Kolefnisbinding sem stenst ekki
Brot úr Rauða borðinu þriðjudaginn 28. febrúar 2023 – Jón Gunnar Ottósson, fyrrum forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir okkur frá gagnrýni sinni á skógrækt sem kolefnabindingu: „Breytir skógrækt einhverju fyrir kolefnisjöfnun og lögbundin markmið Íslands um kolefnishlutleysi árið 2040?“
Sjá líka viðtal við Gunnlaug Guðjónsson hjá Skógræktinni á Rauða borðinu 2. mars (02:49:53), frétt í Heimildinni 5. mars og grein Reynis Kristinssonar, Kolviði, í Heimildinni 8. mars.
frettabladid.is 28. febrúar 2023
Fagur er fjallahringur
Ingimundur Gíslason skrifar á frettabladid.is: „En þetta er allt að breytast. Að hluta til á kostnað skattgreiðenda. Adam virðist vera að hörfa úr paradís. Um er að ræða stórfelldar landslagsbreytingar án nokkurs skipulags. Víða sést ekki lengur til fjalla vegna trjáræktar meðfram þjóðvegum landsins. Og þetta versnar með hverju ári sem líður. Trén stækka óðfluga og ræktunarsvæðum fjölgar. Er þetta það sem viljum? Almenningur er aldrei spurður.“
Hvers vegna er fjölbreytni náttúrunnar svona verðmæt?
Skúli Skúlason, Christophe Pampoulie, Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Kristinn Pétur Magnússon, Snæbjörn Pálsson, Starri Heiðmarsson, Sæmundur Sveinsson og Tómas Grétar Gunnarsson skrifa.
Sjá líka Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni og BIODICE.
Hvernig viljum við hafa skógana okkar?
Eiríkur Þorsteinsson skrifar á mbl.is: „Nú erum við farin að selja nýja afurð úr skóginum sem byggist á því CO2 sem skógurinn dregur í sig. Kolefnisjöfnunin er seld í formi aflausnarbréfa sem skógur er síðan ræktaður fyrir. Slík skógrækt án framtíðarsýnar um nytjar skóga er skammsýn. Timburafurðin og umhverfið eru ekki í aðalhlutverki og dýralífið breytist. Það verða til skógar, en eru það skógarnir sem við viljum eða eru þeir á þeim stöðum sem við viljum hafa skóga sem við getum nýtt til framtíðar?“
Tekist á um gróðursetningu trjáa: „Þetta er svo mikil svikamylla“
Fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands gagnrýnir að gróðursetning trjáa sé seld undir þeim forsendum að með því sé verið að kolefnisjafna. Stjórnarformaður Kolviðar segir skýrt tekið fram að það taki tíma fyrir trén að kolefnisjafna og að gróðursetning sé sannarlega betra en að gera ekki neitt.
Sjá líka athugasemd um fréttina birt á vef Kolviðar 16 febrúar 2023.